Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Page 102

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Page 102
2.4 Dómar mannréttindadómstólsins I allmörgum málum sem komið hafa til kasta Mannréttindadómstóls Evrópu og varða túlkun 11. gr. MSE hefur verið fjallað beint eða óbeint um heimildir ríkisvaldsins til afskipta af málefnum stéttarfélaga og félaga atvinnurekenda. Dómstóllinn hefur í öllum þeim tilvikum þar sem þetta álitaefni hefur komið til úrlausnar byggt niðurstöðu sína, að því varðar vemdaráhrif 11. gr. gagnvart lögum einstakra aðildarríkja, að einhverju leyti á sömu eða sambærilegri rök- semdafærslu sem virðist ganga eins og rauður þráður gegnum forsendur dóms- ins í málunum öllum. Elsta málið er mál Félags belgískra lögreglumanna gegn Belgíu frá árinu 1975.10 Málavextir eru flóknir og skipta hér ekki meginmáli, en í hnotskurn snýst málið um það að samkvæmt belgískum lögum voru settar takmarkanir við því hvaða stéttarfélög gætu komið fram gagnvart stjómvöldum til að gæta hagsmuna félagsmanna sinna. Stjórnvöldum var gert kleift að takmarka fjölda þeirra með hliðsjón af sjónarmiðum um það hver þeirra væru fjölmennust og endurspegluðu best þann hóp sem við átti hverju sinni. Kærandinn taldi að með þessu væri brotið gegn frelsi félagsins til að starfa og að í því fælist brot gegn 11. gr. mannréttindasáttmálans. Niðurstaða dómsins varð sú belgíska löggjöfin fæli ekki í sér brot gegn 11. gr., en í forsendum dómsins er að finna skilgrein- ingu á sambandi 11. gr. og landsréttar sem er svohljóðandi: 39. ...the Convention safeguards freedom to protect the occupational interests of trade union members by trade union action, the conduct and development of which the Contracting States must both permit and make possible. In the opinion of the Court, it follows that the members of a trade union have a right, in order to protect their interests, that the trade union should be heard. Article 11 para. 1 (art. 11-1) certainly leaves each State a free choice of the means to be used towards this end. While consultation is one of these means, there are others. What the Convention re- quires is that under national law trade unions should be enabled, in conditions not at variance with Article 11 (art. 11), to strive for the protection of their members’ inter- ests. I dómum mannréttindadómstólsins í málum Sænska járnbrautamannafélags- ins* 11 og Schmidt og Dahlström12 og í Gustafssonmálinu13 er í forsendum tekið upp nákvæmlega sama orðalag. Af niðurstöðum dómstólsins í þessum málum öllum virðist mega ráða að hann viðurkenni víðtækt svigrúm aðildarríkja til að velja mismunandi leiðir til að fullnægja skuldbindingum samkvæmt 11. gr. mannréttindasáttmálans. Búi 10 Félag belgískra lögreglumanna gegn Belgíu. (27.10.1975. Series A 19). 11 Sœnska járnbrautarmannafélagið gegn Svíþjóð. (06.02.1976. Series A 20). 12 Schmith og Dahlström gegn Svíþjóð. (06.02.1976. Series A 21). 13 Gustafson gegn Svíþjóð. (25.04.1996. Reports 1996-11). 312 A
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.