Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Page 106

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Page 106
ar er það að jafnaði svo að rammalöggjöf um skipan þvingaðra gerðardóma er fyrir hendi. Slík löggjöf hefur sem kunnugt er aldrei verið sett á Islandi.21 3.2 Vinnudeilur sjómanna Segja má að á einu sviði almenna vinnumarkaðarins umfram önnur beri tals- vert á afskiptum stjórnvalda af vinnudeilum, en ríkisvaldið hefur ítrekað talið sig knúið til að hafa afskipti af kjaradeilum útvegsmanna og sjómanna. Það er reyndar svo að því er varðar samningsgerðina á milli útvegsmanna og sjómanna að lengi hefur borið á vandræðum í samskiptum þeirra og alloft verið talið nauðsynlegt af stjómvöldum að hlutast til um þær vinnudeilur. Helstu erfið- leikamir sem hafa verið í þessari samningsgerð hafa snúist um deilur útvegs- manna og sjómanna um það hvaða aðferð skuli beitt við ákvörðun fiskverðs sem lagt er til grundvallar við hlutaskipti. Deilan er í eðli sínu mjög flókin og erfið úrlausnar og snýr að þeirri staðreynd að kjaraumhverfi sjómanna er að ýmsu leyti mjög ólíkt því sem almennt gerist á vinnumarkaði. Einkanlega vegna þess að við ákvörðun launakjara sjómanna er miðað við verðmæti þess afla sem þeir færa að landi og þess vegna er ráðandi þáttur í kjörum þeirra hvemig fiskverðið er ákvarðað. Hér verður ekki farið nánar ofan í þessa deilu en hún hefur verið kjamaatriðið í átökum útvegsmanna og sjómanna í bráðum tvo áratugi. A þessum tíma hefur eiginlegur kjarasamningur aðeins einu sinni verið gerður milli útvegsmanna og sjómanna, annars hefur alltaf komið til af- skipta stjómvalda með einum eða öðrum hætti af kjaradeilum þeirra. I ljósi þessa má spyrja hvort þessir aðilar hafi í raun eiginlegt samningsfrelsi eins og gert er ráð fyrir í 74. gr. stjómarskrárinnar og hvort það athafnafrelsi, sem sam- kvæmt túlkun greinarinnar í samræmi við 11. gr. MSE er innifalið í félaga- frelsinu, er tryggt í raun og veru ef tiltekinn hópur einstaklinga, stéttarfélag eða stétt, má þola ítrekuð afskipti af meðferð kjaramála sinna af hálfu ríkisvaldsins þó að verkfallsréttur sé formlega tryggður.22 3.3 Vinnudeilurnar árið 2001 Nýjasta dæmið um þessar deilur er frá árinu 2001 þegar Alþingi lagði með lögum nr. 34/2001 bann við verkfalli sjómanna sem þá hafði staðið um alllangt skeið. í kjölfar lagasetningarinnar höfðaði Alþýðusamband Islands, sem heild- arsamtök félaga sjómanna, mál gegn íslenska ríkinu þar sem þess var krafist að viðurkennt yrði að sjómannafélögunum innan alþýðusambandsins væri þrátt fyrir bann laganna heimilt að efna til verkfalls. Endanleg niðurstaða þessa máls fyrir íslenskum dómstólum varð ljós í nóvember 2002 þegar dómur gekk í sjó- mannamálinu í Hæstarétti.23 21 Slík löggjöf er algeng í nágrannaríkjum okkar sbr. t.d. í Noregi lög nr. 7, 19. desember 1952. 22 Sjá um sjónarmið varðandi þetta UA 2002/3409. 23 H 2002, mál nr. 167/2002. 316
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.