Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 117
4. Önnur mál
Undir liðnum önnur mál lagði formaður félagsins fram eftirfarandi bókun
fyrir fundinn:
Aðalfundur Lögmannafélags fslands, haldinn á Radisson SAS Hótel Sögu, föstu-
daginn 21. mars 2003, felur stjórn félagsins að vinna tillögur að reglum um endur-
menntunarskyldu lögmanna. Höfð verði hliðsjón af sambærilegum reglum nágranna-
þjóða þar um og starfi CCBE að endurmenntunarmálum. Slíkar tillögur verði kynntar
félagsmönnum á almennum félagsfundi og síðan bornar upp til samþykktar eða
synjunar.
í máli formannsins kom fram að á síðasta aðalfundi Lögmannafélags íslands
hefði endurmenntun lögmanna verið rædd þar sem til tals hafi komið hvort rétt
kynni að vera að taka upp endurmenntunarskyldu lögmanna. Stjóm félagsins
hafi fjallað nokkuð um það mál á liðnu starfsári og viðað að sér upplýsingum,
auk þess sem félagsfundur hafi verið haldinn um málið. Þá kom fram í máli for-
manns að CCBE - samtök evrópskra lögmannafélaga - ynnu að samræmdum
reglum um menntun og þjálfun lögmanna, þar með talið endurmenntun, en slík
skylda væri reyndar víða komin á s.s. í Bandaríkjunum, Englandi, Noregi og
Finnlandi. Stjómin teldi því rétt að fundurinn tæki um þetta ákvörðun og fæli
stjóminni að vinna tillögur um þetta efni. Bar fundarstjóri ályktunina undir at-
kvæði og var hún samþykkt. Einn fundarmaður greiddi atkvæði á móti tillög-
unni.
5. Aðalfundur félagsdeildar Lögmannafélags Islands
í beinu framhaldi af aðalfundi lögmannafélagsins var haldinn aðalfundur
félagsdeildar LMFÍ samkvæmt auglýstri dagskrá. Á dagskrá fundarins voru
venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. Ásgeir Thoroddsen
hrl. var fundarstjóri og Katrín Helga Hallgrímsdóttir hdl. var fundarritari. Á
dagskrá fundarins voru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum
félagsins, auk tillögu um hækkun árgjalds fyrir aðild að félagsdeild LMFI úr
8.000 krónum í 9.500 krónur. Um skýrslu stjórnar og ársreikninga var vísað til
þess að reikningar hefðu þegar verið kynntir samhliða afgreiðslu sömu dag-
skrárliða skyldubundna hluta félagsins á aðalfundi þess. Enginn kvaddi sér
hljóðs undir þessum dagskrárliðum og voru reikningar félagsdeildarinnar sam-
þykktir samhljóða. Tillagan um hækkun árgjalds var borin undir atkvæði og
samþykkt samhljóða.
Ingimar Ingason, framkvœmdastjóri LMFÍ
327