Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.04.1967, Side 11

Árbók Háskóla Íslands - 01.04.1967, Side 11
9 sviðum, sem nefnd voru, svo og á öðrum sviðum raunvísinda, sem síðar kann að verða mælt fyrir um og fé er veitt til í fjárlögum eða á annan hátt. Virðist t. d. vera eðlilegt að tengja jarðvísindarannsóknir fljótlega við Raunvísindastofnun, þar sem þær rannsóknir eru næsta tvístraðar nú, og raunar eru mörg rök til þess að tengja saman á næstunni starfsemi Nátt- úrufræðistofnunar og Raunvísindastofnunar. 1 því sambandi má geta ályktunar háskólaráðs frá 7. október 1965, þar sem háskólaráð lýsir því, að stefna beri að stofnun raimvísinda- deildar eða vísindadeildar við Háskólann hið allra fyrsta, og beri einnig í því sambandi m. a. að gefa gaum að þeim mögu- leika að stofna til kennslu og rannsókna í landbúnaðarvísind- um við Háskólann. Vísindadeild myndi þá væntanlega ná yfir núverandi verkfræðideild, sem aukin yrði að starfssviði, svo og náttúruvísindi, sem væntanlega yrðu í fyrstu aðeins kennd til B.A.-prófa, og fljótlega ætti að bætast við kennsla í fiski- fræði, fiskiðnaði og öðrum matvælaiðnaði og haffræði í tengsl- um við náttúruvísindakennslu o. fl. Kannanir, sem fram hafa farið í Háskólanum, benda ótvírætt til þess, að mikill hagur væri að því að stofna til vísindadeildar hér við Háskólann. Skapar sú deild svigrúm til að taka upp ýmsar nýjar greinir, enda styður hver einstök grein mjög aðrar, svo sem auðvelt er að sýna með dæmum. Hver háskóli nú á dögum hlýtur að telja það meginmarkmið sitt að efla kennslu og rannsóknir í raunvísindum, og er vonandi, að stofnun vísindadeildar hér við Háskólann sé skammt undan. Menntamálaráðherra hefir nú lýst yfir því með vísan til 9. gr. reglugerðar um Raunvísindastofnun Háskólans, að hún sé tekin til starfa. Vil ég þakka öllum þeim, sem lagt hafa þar hönd að verki og lagt byggingunni fjárhagslegt liðsinni. Er mér og ofarlega í huga þökk til sérfræðinganefndarinnar, sem hóf störf að ósk minni í ársbyrjun 1961 og samdi tillögur um stofnunina og lagði fræðilegan grundvöll að henni. Af öðrum málum vil ég nefna, að sett hefir verið reglugerð fyrir Orðabók Háskólans, þar sem því er lýst, að orðabókin sé föst háskólastofnun. Er mikilvægt að fá fastan grundvöll 2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.