Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.04.1967, Side 18

Árbók Háskóla Íslands - 01.04.1967, Side 18
16 síðar með aðstoðarmönnum. Eru nú liðin rösk 100 ár, síðan Jón Hjaltalín brautskráði fyrsta nemanda sinn. Brautskráðust alls 13 læknar frá skóla Jóns Hjaltalíns fram til þess, að lækna- skóli var stofnaður 1876, en Jón Hjaltalín var, sem kunnugt er, fyrsti forstöðumaður hans. Framtak landlæknisins og kennsla hans er vissulega merkur og minnisverður þáttur í sögu aka- demískrar fræðslu hér á landi. VII. Alls hafa fimmtán erlendir fyrirlesarar haldið fyrirlestra hér við Háskólann á liðnu háskólaári, og eru þeir frá níu þjóð- löndum. Er þá ekki meðtalinn fjöldi fyrirlesara á ráðstefnum, sem haldnar hafa verið í Háskólanum. Um mörg undanfarin ár hefir verið veitt talsverð fjárhæð af ríkisfé til heimboða fyrir- lesara, og hafa þessi heimboð gegnt mikilvægu hlutverki. Fyrir- lestrar hinna erlendu lærdómsmanna eru gildismikill þáttur í starfsemi skólans, og þau mannlegu tengsl, sem skapast fyrir þessar heimsóknir, eru þýðingarmikil. Ég get þess með þökk, að Evrópuráð hefir nú í fyrsta skipti styrkt Háskólann til þess að bjóða erlendum fræðimönnum hingað til lands. Ýmsir kennarar Háskólans hafa sótt fræðilegar ráðstefnur erlendis eða dvalizt við erlenda háskóla. Haldið hefir verið áfram þátttöku Háskólans í starfi nefnd- ar Evrópuráðs um málefni háskóla og æðri menntunar og í samstarfi norrænna læknadeilda um skipan kennslu, en frá þeim málum hefir verið greint áður. Próf. Sigurður Samúelsson var fulltrúi læknadeildar nú í haust við hátíðahöld, sem fram fóru á vegum læknadeildar Helsingforsháskóla til að minnast merks áfanga í lækna- kennslu þar. Rektor sótti norrænan rektorafund í Gautaborg í apríl 1966. Voru þar til umræðu ýmis samstarfsmál norrænna háskóla og önnur sameiginleg áhugamál. Þá sat forseti verkfræðideildar þing rektora tækniháskóla á Norðurlöndum, sem haldinn var í Þrándheimi í maí.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.