Árbók Háskóla Íslands - 01.04.1967, Side 19
17
Samband júgóslavneskra háskóla bauð rektor Háskólans að
heimsækja háskólana í Belgrad, Zagreb og Ljubljana í septem-
ber 1966. Er aðdáunarvert, hve vel hefir tekizt að reisa við
háskólana eftir hörmungar styrjaldarinnar, og er margt í há-
skólamálefnum þessara þriggja háskóla til fyrirmyndar. Var
sérlega ánægjulegt að sækja heim háskólamenn í Serbíu, Kró-
atíu og Slóveníu.
VIII.
Ýmsar góðar bókagjafir hafa borizt á árinu. Má meðal þeirra
nefna mikilsvirta gjöf bóka frá þeim hjónum prófessor Richard
Beck og frú Margréti Beck, er lýsir mikilli tryggð og vináttu
við Háskólann. Þá vil ég einnig minnast með þökk bókagjafar
Canadastjórnar, er hingað barst í haust, en Canadastjórn hef-
ir áður sent hingað góðar bækur um landafræði, sögu og hag-
kerfi Canada. Minnesotaháskóli hefir enn sem fyrr sent ýmis
góð rit, og háskólaforlagið í Ósló hefir nú sem undanfarin ár
sent háskólabókasafni öll rit, sem út hafa komið á vegum þess.
Dr. Stefán Einarsson prófessor skýrði forráðamönnum Há-
skólans frá því fyrir nokkrum árum, að hann hefði ákveðið
að gefa Háskólanum einkabókasafn sitt, og afhenti hann þegar
við heimkomu sína frá Ameriku nokkurn hluta þess, einkum
tímarit. Hefir próf. Stefán nýlega gengið formlega frá gjafa-
bréfi sínu, en safnið mun hann þó hafa að mestu í sínum
vörzlum enn um hríð. Meginþorri bókanna er á sviði íslenzkra
bókmennta, fornra og nýrra, norrænna og almennra málvís-
inda, þar á meðal mörg málfræðitímarit. Einnig er mikið af
ritum um fornensk fræði, orðabækur margar og góðar og
handbækur. Flyt ég prófessor Stefáni og frú Ingibjörgu, konu
hans, alúðarþakkir fyrir þessa stórmerku gjöf og fyrir þá
miklu tryggð og vinsemd við Háskólann, sem hún lýsir.
Bankaráð Framkvæmdabanka Islands hefir afhent Háskól-
anum stórmyndarlega gjöf, 300.000 krónur, er varið skal til
þess að Gunnlaugur Ó. Scheving listmálari myndskreyti há-
tíðasal Háskólans. Eins og kunnugt er, tíðkast það mjög við
erlenda háskóla, að hátíðasalir þeirra séu myndskreyttir, og
3