Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.04.1967, Page 29

Árbók Háskóla Íslands - 01.04.1967, Page 29
27 Björn M. Ólsen, fyrirrennari Sigurðar Nordals í embætti, fyrst- ur til þess að hljóta gráðuna. Það er venja við athöfn sem þessa að lesa rökstudda grein- argerð deildar þeirrar, sem gráðuna veitir. Að þessu sinni verð- ur út af þeirri venju brugðið. Heimspekideild, sem einróma samþykkti að veita prófessor Nordal gráðuna doctor litte- rarum islandicarum, hinn hæsta heiður, sem hún á yfir að ráða, sá ekki ástæðu til að rökstyðja þessar gerðir sínar á nokkum hátt. Allir prófessorar deildarinnar voru á eitt sátt- ir um það, að það lægi svo mjög í augum uppi, að prófessor Nordal hefði svo rækilega til gráðunnar unnið með starfi sínu við deildina og afrekum sínum í þágu fræðanna, að fullkominn óþarfi væri að færa að því rök. Ég vænti þess, að enginn beri brigður á þessa röklausu ályktun deildarinnar. Ég minnist þess, er pröfessor Nordal var kennari minn í Heimspekideild, hve mjög hann gerði sér far um að benda okkur stúdentum sínum á, hve sæmdin hefði verið mikils vert atriði í lífsskoðun forfeðra vorra. Og það er einmitt sæmdin, sem ég vil að lokum leggja hér áherzlu á. Ég á ekki við þá sæmd, sem það kann að vera prófessor Nordal að hljóta dokt- orsnafnbót í bókmenntum, heldur hina sæmdina, sem það er Heimspekideild Háskólans að hafa hann á skrá sinni um doc- tores litterarum islandicarum. 1 því sambandi minnist ég setn- ingar úr Hamðismálum, sem prófessor Nordal vitnaði til í háskólafyrirlestrum sínum: Góðs hgfum tírar fengit, en tírinn er í þessu tilviki miklu fremur deildarinnar en hans. Að afhentu doktorsbréfi söng Stúdentakórinn undir stjórn Jóns Þórarinssonar tónskálds nokkur lög. Að því loknu ávarp- aði rektor nýstúdenta þessum orðum: Kæru ungu stúdentar. Háskóli Islands fagnar yður í dag, og vér kennarar Háskól- ans bjóðum yður öll hjartanlega velkomin til náms og starfa í skólanum. Þér eruð öll aufúsugestir, og vissulega vill Há- skólinn taka yður tveim höndum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.