Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.04.1967, Side 30

Árbók Háskóla Íslands - 01.04.1967, Side 30
28 Jónas Hallgrímsson kveður svo í Magnúsarkviðu sinni: „Þörf er og á djörfum þegnum, er megni sterkleg vinna stórvirki strita samt með viti.“ Víst eruð þér, ungu stúdentar, djarflegir þegnar, sem íslenzk þjóð væntir sér mikils af. Þjóð vor er ein hin fámennasta í heimi. Af hverjum þegni hennar er ætlazt til meiri framlaga til þjóðarheildar en af þegni nokkurrar annarrar þjóðar. Vér erum sem stór fjölskylda. Vitundin um þessi sannindi hlýtur að orka sterkt á oss. Vér verðum á æskuskeiði að einbeita oss að því að búast sem bezt við störfum í þágu þjóðar vorrar. Þegar út í lífið kemur, væntir þjóð vor þess, að hver þegn vinni sterkleg stórvirki, eftir því sem hann er maður til. Þetta er lífslögmál lítillar þjóðar, lífsnauðsyn hennar. Það er í raun og sannleika mikil ábyrgð, sem fylgir því að vera Islendingur, en jafnframt meir heillandi og ögrandi en að vera borinn þegn stærri þjóða. Verkefnin eru óþrjótandi, og í nútímaþjóðfélagi verða þau ekki leyst nema fyrir atbeina sérmenntaðs fólks, sem hefir mannazt á heimsins hátt. Þér standið nú á þröskuldi nýs skólastigs, og við tekur nám, sem lýtur um margt öðrum lögmálum en það nám, er þér haf- ið fengizt við undanfarin ár, bæði um námsefnið sjálft og ekki síður vinnubrögð í námi. Hér er þörf að skoðast um og skyggn- ast og gefa gaum að því, með hverjum hætti verði haganleg- ast gripið á náminu. Margir eru fúsir til að kenna yður „vin- samleg ráð og viti bundin" í þeim efnum. Sérstaklega eru kennarar yðar þess albúnir að veita yður leiðsögn. Við upphaf langs námsferils skyldi endinn skoða. Gerið yður glögga grein fyrir námstilhögun í greinum yðar, aflið yður fljótlega góðs bókakosts, bæði námsbóka og annarra rita, sem að gagni megi verða í námi yðar, og færið yður í nyt aðstöðu á lestrarsöl- um Háskólans og bókakost skólans. Gætið þess ávallt bæði í námi og starfi að strita með viti.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.