Árbók Háskóla Íslands - 01.04.1967, Side 38
36
hugmynd fyrir nokkrum árum á háskólahátíð, að nauðsynlegt
væri að koma upp stofnun í beinum tengslum við Háskólann,
sem fjallaði um ýmsar rannsóknir á skólakerfinu og fylgdist
með nýjungum í kennsluaðferðum og endurbótum á fræðslu-
málum, sem er unnið að. Ég er enn þeirrar skoðunar, að mikil
þörf sé á slíkri háskólastofnun, sem gæti orðið íslenzkum skól-
um og skólamönnum ómetanlegur bakhjarl, vaki frjórra hug-
mynda og miðlari margvíslegrar sérfræðilegrar fræðslu.
IV. ANNÁLL HÁSKÓLANS
Skipan liáskólaráðs.
Sjá Stjórn Háskólans, bls. 3.
Háskólahátíð og athafnir til afliendingar prófskírteina
fóru fram hin fyrsttalda hinn 22. október 1966 og hinar síð-
arnefndu 4. febrúar og 14. júní 1967.
Embætti og kennarar.
Um prófessorsembætti í lögfræði, sem stofnað var til með
lögum 41/1966, sóttu Lúðvik Ingvarsson, fyrrv. sýslumaður,
og Þór Vilhjálmsson, borgardómari. 1 dómnefnd voru tilnefnd-
ir af hálfu lagadeildar próf. Ármann Snævarr, formaður, af
hálfu háskólaráðs próf. Ólafur Jóhannesson, en menntamála-
ráðherra tilnefndi dr. jur. Þórð Eyjólfsson. Þór Vilhjálmsson
vax skipaður prófessor frá 1. febrúar 1967 að telja.
Um prófessorsembætti í ensku samkv. lögum 41/1966 sóttu
þessir menn: dr. Alan E. Boucher, Anthony Faulkes M.A., Brian
Johnston M.A., C. G. Harlow M.A., Heimir Áskelsson, dósent,
I. J. Kirby lektor, D. Maskells B.A. og J. Kijay Tunga. 1 dóm-
nefnd áttu sæti: Jóhann S. Hannesson, skólameistari, formaður,
tilnefndur af heimspekideild, prófessor Peter Foote, London,
tilnefndur af háskólaráði, og frú Anna Bjarnadóttir, er mennta-