Árbók Háskóla Íslands - 01.04.1967, Síða 41
39
eri 1967, og dvaldist hann við bandaríska háskóla í því skyni
að kynna sér kennslu í meinafræði og nýjustu rannsóknir í
þeirri grein. Jónasi Hallgrímssyni, dósent, var falið að annast
kennslu hans.
Próf dómendur.
Jón Jónsson, fil. lic., var skipaður prófdómandi í landafræði
í heimspekideild frá 1. janúar 1967 til 15. apríl 1968.
Erling Edwald var skipaður prófdómari í lyfjafræði lyfsala
til 3ja ára, frá 18. maí 1967 að telja.
Próftilhögun í forprófi í latínu.
Háskólaráð staðfesti 23. febrúar 1967 þá tillögu heimspeki-
deildar, að forpróf í latínu fari fram tvisvar á ári hverju, síð-
ari hluta aprilmánaðar og í nóvember.
Skrásetning stúdenta á sumri.
Samþykkt var á fundi í háskólaráði 19. apríl 1967, að skrá-
setning stúdenta fari fram 1.—15. júlí þ. á., svo og framvegis.
Doktorspróf.
10. des. 1966 varði Gunnar Guðmundsson læknir doktors-
ritgerð sína „Epilepsy in Iceland" fyrir doktorsnafnbót í lækn-
isfræði. Dómnefnd skipuðu prófessorarnir Sigurður Samúels-
son og Tómas Helgason svo og Þórður Möller, yfirlæknir. Hin-
ir tveir fyrstnefndu voru andmælendur.
Kennsla í líffræði, landafræði og jarðfræði.
1 nefnd til að gera tillögur um skipan náttúrufræðikennslu
á grundvelli reglugerðar frá 2. sept. 1965 kaus háskólaráð þá
próf. Jóhann Axelsson, Guðmund Þorláksson, magister, og
Aðalstein Sigurðsson, fiskifræðing. Félag islenzkra náttúrufræð-
inga tilnefndi að ósk háskólaráðs þá Eyþór Einarsson, grasa-
fræðing og Þorleif Einarsson, jarðfræðing. Verkfræðideild til-
nefndi í nefndina próf. Trausta Einarsson. Nefndarmenn skil-
uðu endanlegu áliti 27. júní 1967.