Árbók Háskóla Íslands - 01.04.1967, Page 46
44
rgj. nr. 15/1967, prentuð bls. 131, og um sama efni rgj. nr. 86,
29. des. 1967, prentuð á bls. 132.
Samþykkt var sú tillaga heimspekideildar að óska eftir breyt-
ingu á 52. gr. háskólareglugerðar II. lið 2. málsgr., og sú til-
laga læknadeildar að óska eftir breytingu á 45. gr. reglugerðar.
Reglugerðarbreytingar þessar eru nr. 84, 13. júní 1967, prent-
aðar á bls. 132.
Með lögum nr. 27, 29. apríl 1967, voru lögfest sex prófessors-
embætti, í sýklafræði, í kvensjúkdómum og í röntgenfræðum,
öll í læknadeild, í viðskiptafræði, í lögfræði og í jarðeðlisfræði
í verkfræðideild. Lögin eru prentuð á bls. 133.
Handritastofnun Islands.
Á háskólaráðsfundi 24. nóv. 1966 voru þessir menn kosnir í
stjórn stofnunarinnar til 4 ára: Próf. Guðni Jónsson, vara-
maður próf. Magnús Már Lárusson, próf. Halldór Halldórsson,
varamaður próf. Steingrímur J. Þorsteinsson, og próf. Hreinn
Benediktsson, varamaður próf. Bjarni Guðnason.
Áður en kosning fór fram, óskaði háskólaráð umsagnar guð-
fræðideildar, heimspekideildar og lagadeildar um það, hvaða
fræðisvið eðlilegt væri að ættu fulltrúa í stjórn stofnunarinnar.
Raunvísindastofnun Háskólans.
Dr. Þorsteinn Sæmundsson var skipaður sérfræðingur í jarð-
eðlisfræði við Raunvísindastofnun Háskólans frá 15. ágúst 1966
og forstöðumaður rannsóknarstofu í jarðeðlisfræði við Raun-
vísindastofnunina til eins árs frá 12. júlí 1966.
Magnús Teitsson var ráðinn skrifstofustjóri Raunvísinda-
stofnunar 16. október frá 1. des. 1966.
Bókasafnsnefnd.
Ákveðið var, að kjörtímabil hennar skyldi vera 2 ár frá 1.
des. 1966, og er hún svo skipuð: Prófessor Magnús Már Lárus-
son, formaður, og prófessorarnir Árni Vilhjálmsson, Bjami
Guðnason, Jón Steffensen, Magnús Þ. Torfason og Magnús
Magnússon.