Árbók Háskóla Íslands - 01.04.1967, Side 119
117
þús. kr. ársframlag til launagreiðslu. Á því einu stóð einnig
1968.
Með þeirri synjun var brotinn á bak aftur, um árabil, marg-
yfirlýstur sameiginlegur vilji ýmissa nýtra aðila málsins, orð-
aður m. a. á þennan hátt 1948 í áliti þeirrar bókasafnsnefndar,
er samdi frv. að lögum nr. 44/1949:
„Koma á upp skráningarmiðstöð safnanna. Er gert ráð fyrir
því, að Háskólabókasafn annist hana, að fengnu samþykki há-
skólaráðs. Það er talið heppilegt fyrirkomulag, því að mörg
sérsafnanna eru tengd háskólanum. Með þeirri skráningarmið-
stöð notast bókakostur safnanna að fullu, hvar sem bækurnar
eru varðveittar. Menn geta gengið að skránni og fengið þar
yfirlit um bókakost safnanna og gengið síðan að bókunum,
þar sem þær eru. Auk þess sem þetta fyrirkomulag tryggir
hina fyllstu notkun bókakosts þess, sem til er, stuðlar það
einnig að hagkvæmri meðferð þess fjár, sem til bókakaupa er
varið, og kemur í veg fyrir óþörf kaup sama rits til tveggja
bókasafna eða fleiri. Gert er ráð fyrir, að söfnin komi sér sam-
an um nánara fyrirkomulag þessarar samvinnu, svo sem skrán-
ingu bókanna, röðun þeirra og notkun og lán bókasafna á
milli ...“ (sbr. ennfremur Landsbókasafn Islands, Árbók 1948
—1949, 213, og Stjórnartíðindi 1956 B, 205—206).
Út úr safni voru lánuð 5860 bindi til 485 lánþega, en lán
Enskustofnunar við Tjarnargötu óreiknuð. Tilraun til að áætla
tölu lestrarsalsgesta samkvæmt dreifðum skynditalningum
bókavarðar gaf útkomu nálægt 13000 um árið, og jafnreikul
athugun á tölu daglánaðra binda fram í lestrarsal og sérlestr-
arstofu sýndi 11—12 þús. binda notkun. Not af ritum, sem
standa eiga (eða ættu) í lestrarsal, valda nokkru um reik á
tölum.
Bjöm Sigfússon.