Árbók Háskóla Íslands - 01.04.1967, Page 133
131
AUGLÝSEVG nr. 15, 20. febr. 1967,
um staðfesting handhafa valds forseta íslands á breytingu á
reglugerð nr. 76/1958 fyrir Háskóla Islands með
áorðinni breytingu samkvæmt reglugerð nr. 58/1964.
Handhafar valds forseta Islands féllust hinn 20. febrúar 1967 á
tillögu menntamálaráðherra um breyting á reglugerð fyrir Háskóla
Islands nr. 76 frá 17. júní 1958 með áorðinni breytingu samkvæmt
reglugerð nr. 58 frá 1. september 1964:
1. gr.
Á eftir eftirfarandi málsgrein í 50. gr.: „Stúdent skal taka skrif-
legt próf í almennri rekstrarhagfræði og almennri þjóðhagfræði í
síðasta lagi samtímis því, er hann tekur fyrra hluta próf“, komi ný
málsgrein, svo hljóðandi:
Stúdent skal hljóta að meðaltali einkunnina 7 í þessum tveim grein-
um til að standast próf.
2. gr.
í 50.gr. á eftir málsgreininni: „Einkimnir í öðrum prófgreinum
hafa gildið 1“, og á undan málsgrein, sem hefst á þessum orðum:
„Áður en stúdent segir sig til síðara hluta prófs ....“ komi ný
málsgrein, eftir greinaskil, svo hljóðandi:
Próf í ofannefndum greinum skulu tekin samtímis, með þeim und-
antekningum, að stúdent skal heimilt að taka áður próf í kjörgrein-
um með einkunnagildi samtals iy2 svo og í sérgreindri rekstrarhag-
fræði, enda fari þau próf fram þegar að lokinni yfirferð. Allar próf-
greinar síðara hluta mynda í sameiningu einn prófhluta í merkingu
68. gr. 2. málsgr. háskólareglugerðar.
3. gr.
Reglugerðarbreyting þessi öðlast þegar gildi.
I menntamálaráöuneytinu, 20. febrúar 1967.