Árbók Háskóla Íslands - 01.04.1967, Page 144
142
Stúdentafélagið gekkst fyrir 5 skemmtunum á starfsárinu. Voru þær
rússagildi, vetrarfagnaður, kvöldsamkoma 1. desember, áttadagsgleði
og sumarfagnaður.
Að kvöldi síðasta vetrardags stóð félagið fyrir dagskrá í hljóð-
varpinu.
Norskur stúdent var viðstaddur 1. desember hátíðahöldin 1966, en
íslenzkur stúdent, Friðgeir Björnsson, stud. jur., var gestur Student-
tinget í Osló 17. maí 1967 í endurgjaldsskyni fyrir framangreinda
heimsókn norska stúdentsins.
Trausti Björnsson, stud. philol., var fyrirliði íslenzkrar skáksveitar,
er stúdentafélagið sendi á 14. heimsmeistaramót stúdenta í skák í
Tékkóslóvakíu.
Fjárhagur félagsins var allgóður á árinu. Skemmtanirnar voru
helzta tekjulindin, en þó varð tap á sumarfagnaði. Félagið hlaut all-
hátt framlag frá stúdentaráði eftir endurskipulagninguna. Þá má
nefna styrk frá háskólaráði. Helztu útgjaldaliðir voru för stúdenta-
skáksveitarinnar á heimsmeistaramótið, halli á Stúdentablaði, gjöld
vegna húsnæðislána, þóknun til listamanna og ekki sízt ýmiss konar
auglýsingar.
Nánari upplýsinga um starfið á árinu er sem endranær að finna
m. a. í fundargerðum í vörzlu félagsstjórnar, Stúdentablöðum og jafn-
vel kosningablöðum. Þá má kynnast lögum félagsins eftir smábreyt-
ingu skilafundar haustið 1967 varðandi kosningatíma í bæklingi stú-
dentaráðs — Vituð ér enn? — er var gefinn út skömmu fyrir upp-
haf skólaársins 1968—1969.