Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1991, Síða 17
Ræður rektors Háskóla íslands
15
Lögbergi, Ámagarði og húsi verkfræði- og
raunvísindadeilda, en heilbrigðisgreinum
verður þjónað af bókasafni sem er til húsa í
Eirbergi, húsi gamla Hjúkrunarskólans. Hús-
næði það sem losnar við flutning Háskóla-
bókasafnsins er einkum í Aðalbyggingu Há-
skólans. Það lesrými sem losnar er aðallega í
leiguhúsnæði.
Þótt ávinningur Háskólans af aðstöðu í
Þjóðarbókhlöðunni sé augljós og mikilvægur
þá em jafnvel brýnni þarfir fyrir framkvæmda-
féð við uppbyggingu á annarri starfsaðstöðu
fyrir kennara og nemendur. Brýnustu verkefn-
m á byggingaráætlun Háskólans em að ljúka
við þær byggingar sem eru í smíðum, svo sem
byggingu Læknadeildarhúss í Vatnsmýrinni,
en áratugur er síðan framkvæmdir hófust við
þessa byggingu, sem oftast er nefnd Tanngarð-
ur. Þá er ólokið við hugvísindahúsið Odda, en
í þessurn áfanga sem ljúka skal verða einkum
vinnuherbergi kennara.
Á liðnum áram hafa margir kennarar verið
°g eru ennþá án vinnuaðstöðu í Háskólanum.
Hafa þeir ýmist unnið heima eða húsnæði
hefur verið leigt fyrir þá. Aðstaða stúdenta til
starfa, til verkefnavinnu og samstarfs er algjör-
•ega ófullnægjandi, en stefnt er að úrbótum í
þessum efnum. Nauðsynlegt er að byggja
fyrirlestrasali fyrir fjölmenna hópa sem njóta
sameiginlegrar kennslu og er þess vænst að
viðbyggingu við Háskólabíó ljúki að mestu á
næsta ári. Að þessum verkefnum loknum bíð-
ur húsgmnnur fyrir verkstæði og annar fyrir
verkfræðideild. Þá er áformað að byggja yfir
bffræðigreinar og flytja þær úr leiguhúsnæði
v,ð Grensásveg á háskólasvæðið. Verkefnin
eru mörg og brýn og tekur meira en 10 ár að
ná settu marki með fjármögnun af happdrætt-
tshagnaði einum saman.
Viðhald húsa verður stöðugt fjárfrekara eftir
því sem byggingamar eldast. Viðgerðir á
Aðalbyggingu, Ámagarði, gömlu Atvinnu-
deildinni og gamla Hjúkrunarskólanum em á
næsta leiti, en þessar byggingar hafa samt
ekki verið vanræktar. Ekki getum við sætt
okkur við að háskólabyggingamar grotni niður
með sama hætti og Þjóðminjasafn, Þjóðleik-
hús eða aðrar byggingar sem sækja viðhaldsfé
í ríkissjóð.
Samkvæmt lögum ber að verja hagnaði af
Happdrætti Háskólans til bygginga á vegum
Háskóla Islands, til viðhalds húsa og lóða og
til kaupa á tækjum til kennslu og rannsókna.
Það fyrirfinnst vart annar ríkisrekinn háskóli
sem með sjálfsaflafé reisir háskólabyggingam-
ar og greiðir sjálfur allt viðhald og fjármagnar
einnig eigin tækjakaup.
Öll þróun og uppbygging Háskóla Islands
er og hefur verið háð þessari fjármögnun með
tekjum Happdrættis Háskólans. Auknar tekjur
Happdrættis Háskóla íslands á síðustu ámm
hafa komið til vegna eigin frumkvæðis og
nýmæla en ekki að fmmkvæði ríkisvaldsins.
Það er skammsýni að ætla að stöðva upp-
byggingu og þróun Háskóla Islands þegar við
höldum á vit framtíðar sem krefst meiri þekk-
ingar og færni á öllum sviðum tækni og vís-
inda. Háskóli íslands veitir forystu í umbóta-
viðleitni á sviði menntunar og vísindarann-
sókna í landinu. Slík skammsýni mun stöðva
og brjóta jafnvel niður þann eldmóð, dug og
kraft sem býr í þeirri stofnun sem færir okkur
nær þekkingarþjóðfélagi framtíðarinnar. Þessi
skammsýni má ekki hefta okkur. Hún má ekki
halda okkur í fortíðinni.
Ríkisstjómir koma og ríkisstjómir fara, en
sumar þeirra lifa í minningu þjóðarinnar fyrir
sérstök heilla- og framfaraspor. Við Verðum að
treysta því að Alþingi láti ekki fótum troða
Háskóla Islands og Þjóðarbókhlöðuna og
lftilsvirða þjóðina með þessum hætti. Þurfum
við stuðning ykkar, kæru kandídatar, og ann-
arra landsmanna sem gera sér grein fyrir
mikilvægi öflugs háskóla í þjóðfélagsþróun-
inni, hvort sem þeir starfa að menntamálum,
heilbrigðismálum eða atvinnumálum.
Mikið hefur verið fjallað um efnahagsmál að
undanförnu og flestir finna fyrir efnahags-
vandanum í eigin pyngju. Þið emð ef til vill
uggandi um eigin framtíð, um atvinnumögu-
leika nú og horfur til lengri tíma. Þrátt fyrir
þessa efnahagserfiðleika sem nú er við að
glíma þá tel ég fulla ástæðu til bjartsýni. Við