Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1991, Page 30
28
Árbók Háskóla íslands
fólkið sjálft vill, hvers vegna fólk flytur brott
og hver reynsla þess er af búferlaflutningum.
Hugmyndir byggðanefndar eru um margt
athyglisverðar, einkum efling sérstakra at-
vinnuþróunarsvæða. Slík atvinnuþróunarsvæði
munu þá leiða til eflingar stærri byggðakjarna
með þeirri þjónustu og félags- og menning-
arlífi sem ungt fólk gerir kröfu til í dag.
Hér gætu verið áhugaverð tækifæri fyrir
ungt fólk til að byggja upp nýja atvinnustarf-
semi, hvort heldur framleiðslu eða þjónustu,
því efling slíkra byggðakjarna laðar að fólk,
ekki aðeins úr dreifbýli heldur jafnframt úr
þéttbýli. Við framkvæmd byggðastefnu getur
Háskólinn veitt margvíslega og mikilvæga
þjónustu. Ahugi kennara og nemenda á at-
vinnumálum og byggðamálum kemur m.a.
fram í fjölda rannsóknaverkefna og loka-
verkefna nemenda, en upplýsingar um slík
verkefni er að finna í Rannsóknaskrá Háskól-
ans annars vegar og Arbók Háskólans hins
vegar. Þennan áhuga kennara og nemenda á
atvinnumálum er unnt að virkja á markvissari
hátt og hvet ég ykkur til að nýta þá þekkingu
og aðstöðu sem fyrir hendi er í Háskólanum.
Er hér sérstök Rannsóknaþjónusta til að auð-
velda öll slík samskipti.
Ef þessar einföldu leiðir hjálpa lítið þá
bendi ég ykkur á Comett-áætlunina svo-
nefndu, en Háskóli íslands átti frumkvæði að
stofnun samtaka um íslenskt átak til mennt-
unar og þjálfunar, tengt Comett. Comett er
vettvangur Efnahagsbandalags Evrópu til að
flytja þekkingu á nýrri tækni frá þeim sem
hafa skapað og mótað hana til atvinnulífsins,
og er þá miðað við menntun á framhalds- og
háskólastigi. Líta menn á Comett sem þátt í að
leysa hina miklu þörf atvinnulífsins fyrir hraða
tækniuppbyggingu, m.a. vegna öflugrar sam-
keppni við Bandaríkin og Japan. ísland gekk
inn í þetta samstarf ásamt öðrum EFTA-
ríkjum. Nú þegar hafa 15 fyrirtæki og stofn-
anir, skólar og samtök gerst aðilar að þessu
átaki og myndað samstarfsnefnd hér á landi
sem starfar undir heitinu SAMMENNT, þ.e.
samstarfsnefnd atvinnulífs og skóla um
menntun og þjálfun í tengslum við Comett.
Þorsteinn Helgason prófessor er formaður
stjómar samstarfsnefndarinnar. Sótt var um
styrk til starfsins, og nýlega var gengið frá
samningi við Comett þar sem íslenska sam-
starfsnefndin fær tæpar 12 milljónir króna til
næstu þriggja ára gegn samsvarandi eigin
framlagi.
Verkefnin em margþætt en athygli er vakin
á tvennu: I fyrsta lagi að kanna og skilgreina
þarfir íslensks atvinnulífs fyrir þekkingu og
þjálfun á nýtæknisviðum. I öðm lagi að full-
nægja fyrirliggjandi þörf fyrir þjálfun, annars
vegar með innlendum aðgerðum og hins vegar
með aðstoð hliðstæðra aðila innan Comett.
Starfsvettvangur samtakanna er landið allt.
Reynt verður að mæta þekkingar- og þjálfun-
arþörf atvinnulífsins með námskeiðahaldi og
með mannaskiptum sem fólgin eru í því að
senda einstaklinga til starfa í erlendum fyrir-
tækjum og stofnunum um lengri eða skemmri
tíma. Nánari upplýsingar fáið þið hjá Rann-
sóknaþjónustu Háskólans og hjá Alþjóðaskrif-
stofu Háskólans.
Hér hefur verið skapað tæki sem veitir
tækifæri til að ná í þá þekkingu og tækni sent
við getum hagnýtt okkur, en rnenn verða að
vita hvað þeir vilja. íslendingar verða að skil-
greina markmið sín og þá leitum við leiða til
að ná þessum markmiðum.
Kæru kandídatar. í fjölþættum störfum ykk-
ar getið þið fengið mikilvægan stuðning hjá
stofnunum innan eða utan Háskólans. Kynnið
ykkur tækifærin vel og vandið valið. Undir-
staða alls er þó að hafa trú á framtíð þessarar
þjóðar og hafa vilja og þrek til að vinna. Auð-
lindir eru ekki aðeins til lands og sjávar.
Auðlindir getum við skapað ef við notum þau
tækifæri sem tækni og vísindi bjóða okkur.
Þegar rætt er um atvinnumál á íslandi er löng-
um verið að tala um frumframleiðsluna. Það á
þó ekki lengur við því í dag starfa mun fleiri
við þjónustu og iðnað en við fiskveiðar og
landbúnað. Vöxturinn verður í þjónustu og
iðnaði og þar nýtast hug- og félagsvísindi ekki
síður en tækni og raunvísindi. íslensk
ferðaþjónusta er dæmi um atvinnugrein sem
fær lítið lof um þessar mundir en verður að