Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1991, Page 33
Raeður rektors Háskóla íslands
31
nýtingu íslenskra efna og þar með skapað
íslenska tækni, er vafalaust getur orðið að
ómetanlegu gagni í framtíðinni og opnað nýjar
leiðir í þróun íslenskrar byggingarlistar."
Þessi frásögn lýsir stórhug þeirra félaga
Guðjóns Samúelssonar, húsameistara, og
Alexanders Jóhannessonar, háskólarektors.
Þeir létu ekki erfiðleika stríðsáranna aftra sér,
þeir vildu og þeir gátu sigrast á erfiðleik-
unum, Við eigum ekki að vera dugminni í dag
þótt verkefnin séu önnur.
Hlutverk Háskóla íslands er að bæta lífið í
landinu með öflugri rannsóknastarfsemi og
með menntun landsmanna, bæði beint og
óbeint. Þið, kæru kandídatar, munuð miðla
öðrum af menntun ykkar, veita vinnufélögum
°g öðrum hlutdeild í þekkingu ykkar og
þjálfun. Þið hafið þá skyldu að viðhalda hæfni
ykkar með símenntun. Hvet ég ykkur jafn-
framt til að leita þekkingar og fæmi á fleiri
sviðum og breikka þannig grunninn sem
menntun ykkar byggir á. Nýtið ykkur Endur-
menntunarstofnun Háskólans og Háskóla-
bókasafn, en 1. nóvember nk. verður safnið 50
ára. Háskólabókasafn hefur það hlutverk að
varðveita og miðla þekkingu og sinna þörfum
kennslu og rannsóknastarfsemi í Háskólanum
og einnig eftir föngum þörfum atvinnulífs og
rannsókna utan Háskólans. Þótt byggingu
Þjóðarbókhlöðu miði hægt þá hefur Háskóla-
bókasafn eflst og vaxið við erfiðan kost. Notið
þá aðstoð sem hér er að finna við símenntun
ykkar og notið jafnframt þá upplýsingaþjón-
ustu sem Háskólinn getur veitt.
Kæru kandídatar. Ég vil árétta það að
Háskóli Islands vill veita ykkur aðstoð og
stuðning í störfum ykkar með rannsóknum,
menntun og annarri þjónustu sem við getum
veitt og þið viljið nýta. Við þökkum ykkur
samveruna og samstarfið á liðnum ámm og
óskum ykkur og fjölskyldum ykkar hamingju
og heilla í framtíðinni.
Guð veri með ykkur.
Brautskráning kandídata 23. febrúar 1991
Kceru kandídatar og góðir gestir, ágœtu sam-
starfsmenn.
Ég býð ykkur öll hjartanlega velkomin til
þessarar hátíðar þegar deildarforsetar afhenda
kandfdötum prófskírteini og staðfesta með
formlegum hætti að háskólaprófi er lokið.
Oska ég kandídötum og fjölskyldum þeirra til
hamingju með þennan áfanga sem opnar dyr
tækifæra á fjölmörgum sviðum.
Agætu kandídatar. I dag er ykkar stóra
stund upp mnnin, í dag lítum við björtum
augum fram á veginn til framtíðar sem mótast
mun af atorku ykkar og athafnasemi. Við
Væntum mikils af ykkur, væntum þess að þið
herið kyndilinn hátt, kyndil frelsis og framfara
fyrir okkar fámennu þjóð.
Skáld æsku og ástar, Tómas Guðmunds-
son, kemst svo að orði í ljóðinu Stúdenta-
söngur:
Hver kynslóð er örstund ung
og aftur til grafar ber,
en eilífðaraldan þung
lyftir annarri á brjósti sér.
Þá kveðjumst við öll, voru kvöldi haltar
en kynslóð nýja til starfa kallar
sá dagur sem órisinn er.
Já, nú er ykkar dagur risinn og að ykkur komið
að ryðja nýjar brautir og byggja fleiri brýr, að
þróa það þjóðfélag og skapa það umhverfi sem
þið viljið sjálf búa ykkur og bömum ykkar.
Þið þekkið úr námi ykkar að árangur verður
enginn án erfiðis og mun svo verða á starfs-
vettvangi ykkar, hver sem hann verður. En þið
munið þá njóta meiri ánægju þegar erfiðið ber
árangur og líf ykkar fer í þann farveg sem
vonir standa til.
Nú sem oft áður er óvissa framundan, ó-
vissa í alþjóðamálum vegna átaka um auð-
lindir, óvissa vegna örra breytinga í Austur-