Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1991, Page 149
147
Kaflar úr qerðabókum háskólaráðs
tilnefndur af heimspekideild. Háskólaráð sam-
þykkti samhljóða tilnefningar rektors. (06.12.90)
Ráðgjafanefnd Háskóla íslands
Rektor lagði fram til kynningar hugmynd að
Ráðgjafanefnd Háskóla fslands. í nefndinni er
áætlað að eigi sæti 10-12 menn utan Háskóla
íslands. (22.11.90)
Reglur og leiðbeiningar um
stöðuveitingar, stöðuhækkanir og
Þrepahækkanir sérfræðinga
Rektor mælti fyrir tillögu að skipun nefndar til að
semja reglur og leiðbeiningar um stöðuveitingar,
stöðuhækkanir og þrepahækkanir sérfræðinga í
samræmi við framgangskerfi háskólakennara.
Nefndina skipi:
Þorsteinn Helgason, prófessor, formaður.
Sveinbjöm Bjömsson, prófessor, Vísindanefnd.
Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor, Kennslumála-
nefnd.
Guðrún Kvaran, ritstjóri, Félagi háskólakennara.
Tillagan samþykkt samhljóða. (21.02.91)
Reglur um nýráðningar og starfshætti
dómnefnda
Logð fram tillaga að reglum um nýráðningar og
starfshætti dómnefnda. Þórólfur Þórlindsson,
Prófessor. kom á fundinn og fylgdi málinu úr
hlaði fyrir hönd nefndar sem samdi tillöguna.
Mikil umræða varð um tillöguna og komu fram
ýmsar ábendingar og athugasemdir. Flestir sem til
máls tóku fögnuðu tillögunni og lýstu sig
fylgjandi henni í aðalatriðum. (15.08.91)
Rektorskjör
Rektor lagði fram tillögur um skipun nefndar til
að undirbúa rektorskjör 1991. Nefndina skipi:
Jón Ragnar Stefánsson, dósent, formaður.
Jón Friðjónsson.dósent.
Davíð Þór Björgvinsson, dósent.
Stefán B. Sigurðsson, dósent.
Sigurjón Þ. Ámason, stúdent.
Pétur Már Ólafsson, stúdent.
Tillagan var samþykkt samhljóða. (10.01.91)
Fram var lagt bréf frá kjörstjóm rektorskjörs,
dags. 9. apríl 1991. Föstudaginn 5. apnl fór fram
rektorskjör við Háskóla fslands. Sveinbjöm
Bjömsson, prófessor, var kjörinn rektor til 3ja ára
frá 5. september 1991 með 59,4% atkvæða.
(18.04.91)
Lögmaður Háskólans
Rektor tilkynnti að Gestur Jónsson, hrl., hefði
verið ráðinn lögfræðingur Happdrættis Háskóla
íslands 1991. Jafnframt myndi Gestur gegna
störfum sem lögmaður Háskólans. (11.10.90)
II. Málefni deilda og stofnana
þróunarnefnd - leiðbeiningar
Lagðar vom fram frá Þróunamefnd leiðbeiningar
fyrir deildir um úttekt á háskóladeild. (05.10.89)
Ráskólabíó
* stjóm Háskólabíós vom endurkjörin Stefán Már
Stefánsson, prófessor, og Valborg Snævarr, stud.
jur. Kjörtími er tvö ár. (14.12.89)
Rannsóknastofnun uppeldis- og
^snntamála
^e'id hefur verið Stjómartíðindum til birtingar
reglugerð um Rannsóknastofnun uppeldis- og
uienntamála. Bréf mm, dags. 14. desember sl.
01.01.90)
Wlannfræöistofnun Háskóla íslands
í stjóm Mannfræðistofnunar Háskóla íslands
vom endurkjömir prófessoramir Jóhann Axels-
son, Guðmundur Eggertsson, Guðjón Axelsson
og Sigurjón Bjömsson. Kjörtími er 4 ár. (11.01.
90)
Rannsóknastofa í kvennafræðum
Lögð var fram að nýju tillaga að reglugerð um
Rannsóknastofu íkvennafræðum.
Tillaga um að heitið skuli vera Rannsóknastofnun
í kvennafræðum var felld með 8 atkvæðum gegn
4.
1. gr. var samþykkt samhljóða.
Tillaga um að niður falli úr enda a-liðar 2. gr.