Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1991, Page 152
150
Árbók Háskóla íslands
ingar á reglugerð Háskóla íslands að því er varðar
doktorspróf. 08.02.90
Óskað er umsagnar háskólans um hjálagt bréf
Læknaráðs F.S.A. þar sem þess er óskað að ráðu-
neytið láti kanna mjög gaumgæfilega hvort ekki
beri að binda hluta af kennarastöðum við lækna-
deild H.I. við sjúkrahús utan Reykjavíkur. Bréf
mm.,dags. 18.þ.m.(24.01.91)
Forseti læknadeildar gerði grein fyrir tillögu um
að komið verði á fót rannsóknarstofu og stöðu
sérfræðings til að annast rannsóknir á fomum
íslenskum beinum. Beri stofan og staðan nafn
Jóns Steffensens, prófessors emeritus. (30.05.91)
Lagður var fram til kynningar samningur lækna-
deildar og Sólvangs í Hafnarfirði. (27.06.91)
Samþykkt einróma að staðfesta samning á milli
læknadeildar og heilsugæslustöðvarinnar Sól-
vangs í Hafnarfirði. (15.08.91)
Happdrætti Háskóla íslands
Rektor lagði fram eftirfarandi tillögu: „Núverandi
stjóm Happdrættis Háskóla Islands verði skipuð
til ársloka 1991. I henni sitja: Sigmundur Guð-
bjamason, rektor, Amljótur Bjömsson, prófessor,
Jónas Hallgrímsson, prófessor". Tillagan sam-
þykkt einróma. (25.10.90)
Ragnar Ingimarsson. forstjóri Happdrættis H.Í.,
lagði fram og skýrði ársreikning Happdrættisins
1990 og gerði grein fyrir áætlun fyrir árið 1992.
Áætlað er að hækka miðaverð úr 500 kr. í 600 kr.
Áformaðar nýjungar í rekstrinum vom kynntar,
en ekki er í áætlunum reiknað með að þær skili
hagnaði á næsta ári. (27.06.91)
Endurmenntunarstofnun Háskóla
íslands
Lögð var fram „Stefnumótun Endurmenntunar-
nefndar Háskóla íslands fyrir árin 1990-1993“
Einnig lagðir fram nokkrir minnispunktar varð-
andi kvöldskóla eða öldungadeildafyrirkomulag
við háskólann í Minnesota. Jón Torfi Jónasson
gerði grein fyrir stefnumótun nefndarinnar næstu
fjögur árin og Margrét Bjömsdóttir gerði grein
fyrir kvöldskólahugmyndinni, nám með starfi.
(05.10.89)
Fram var lögð tillaga að reglugerð um Endu-
rmenntunarstofnun Háskóla íslands. Jón Torfi
Jónasson, formaður endurmenntunamefndar gerði
grein fyrir tillögunum og athugasemdum
reglugerðamefndar sem liggja fyrir. Reglugerðin
var afgreidd grein fyrir grein og samþykkt
samhljóða með breytingum. (27.06.91)
Alþjóðaskrifstofa háskólans
Bréf mm„ dags. 30. maí sl. Alþjóðaskrifstofu
Háskóla íslands falið að starfrækja COMETT
upplýsingastöðina á íslandi. Ráðuneytið mun
beita sér fyrir því að starfsgrundvöllur Alþjóða-
skrifstofu verði tryggður. (14.06.90)
Bréf mm., dags. 2. þ.m. Ráðuneytið staðfestir þá
ósk að Alþjóðaskrifstofa háskólans taki að sér að
sjá um upplýsingastarfsemi vegna Erasmus og
úthlutun styrkja til nemendaskipta. Ráðuneytið
telur eðlilegt að til stuðnings við úthlutun styrkj-
anna verði nefnd sem í eigi sæti fulltrúar frá öðr-
um háskólastofnunum og Menntamálaráðu-
neytinu. (15.08.91)
Upplýsingastofa um nám erlendis
Á fundinn kom Þórólfur Þórlindsson, prófessor,
og kynnti Upplýsingastofu unr nám erlendis.
Hann lýsti þörfinni fyrir upplýsingastofu og að-
draganda að stofnun og starfrækslu hennar. Mark-
miðið er að stofan þjóni landinu öllu, en fjárveit-
ingar hafa ekki verið í samræmi við það. Á fyrstu
14 nránuðum starfseminnar leituðu yfir 1200
einstaklingar til stofunnar um upplýsingar, þar a
meðal margir utan af landi. Þrátt fyrir þröngan
fjárhag hefur starfsemin farið mjög vel af stað-
Nokkrar umræður urðu um starfsemina og lýstu
fundarmenn nrikilli ánægju með starf UpP'
lýsingastofunnar. Háskólaráð gerði hlé á störfunr
sínum og fór í vettvangsferð til að kynna sér starf-
semi og aðstöðu Upplýsingastofu um nám erlend-
is og Námsráðgjafar. (22.11.90)
Félagsvísindadeild
Tillaga félagsvísindadeildar um breytingu a
reglugerð vegna þjóðfræði. Samþykkt samhljóða-
(15.03.90)
Staðfest hefur verið breyting á 109. gr. reglugerð'
ar Háskólans. Þjóðfræði verður ein af aðalgrein-
um til BA-prófs í félagsvísindadeild. Bréf nrm-