Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1991, Síða 157
155
Kaflar úr qerðabókum háskólaráðs
til að kynna þörf háskólans til aukinna fjárveit-
inga.
Þorvaldur Gylfason benti á þrennt, sem nauð-
synlegt væri að draga fram í þessu sambandi,
samanburð á kostnaði við rekstur Háskóla íslands
°g annarra sambærilegra stofnana í nágranna-
löndum, upplýsingar um nýtingu húsnæðis
háskólans, og hugsanlega nauðsyn þess að leggja
hófleg skólagjöld á nemendur til þess að tryggja
rekstur skólans.
Jónas Fr. Jónsson benti á að álagning skólagjalda
væri aðeins tilfærsla útgjalda innan Fjármála-
ráðuneytisins, þ.e. auka yrði þá framlög til Lána-
sjóðs íslenskra námsmanna að því marki, sem
skólagjöldin yrðu ákveðin. (21.09.89)
Seilst í sjálfsaflafé
Til umræðu var tekið fjárlagafrumvarpið fyrir
árið 1990 og hugsanleg viðbrögð við niðurskurði
á rekstrarfé til Háskóla íslands og ásókn í sjálfs-
aflafé háskólans. Gerð var grein fyrir lágmarks-
þörf viðbótarfjár til rekstrarins umfram það, sem
háskólanum er ætlað í frumvarpinu. Fram voru
lagðar upplýsingar urn kostnaðarauka, sem nem-
endafjölgun á þessu hausti veldur. Ennfremur var
fram lagður samanburður á rekstrarkostnaði Há-
skóla íslands og nokkurra erlendra háskóla. Leið-
h samanburðurinn í ljós að rekstrarkostnaður Há-
skóla íslands á hvem nemanda er langlægstur, eða
nær tvöfalt lægri en þar sem næstlægst reyndist.
Síðar var gerð grein fyrir því að í fjárlagafrum-
varpi er ráðstafað 87,5 milljónum króna af tekjum
Happdrættis Háskóla íslands á annan veg en
háskólinn hafði sjálfur ætlað, m.a. eiga 60 milljón
krónur að renna til byggingar Þjóðarbókhlöðu.
Fram var lögð tillaga um ályktun háskólaráðs af
þessu tilefni og mælti forseti lagadeildar fyrir
henni og skýrði. Háskólabókavörður Einar Sig-
urðsson sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Hagði hann fram ábendingar frá stjóm Háskóla-
hókasafns varðandi Þjóðarbókhlöðu og fyrirhug-
að sambýli Háskólabókasafns og Landsbókasafns
þar. Ennfremur lagði hann fram tvíblöðung, sem
hefur að geyma nokkrar staðreyndir varðandi
Þjóðarbókhlöðu. Gerði hann síðan grein fyrir
Því, sem fram var lagt og málinu í heild frá hans
sjónarhóli.
Fram var lögð skýrsla frá formanni starfsnefndar
háskólaráðs vegna nýbygginga á vegum háskól-
ans, Ragnari Ingimarssyni, prófessor, um ný-
byggingar Háskóla íslands. Þar kemur í Ijós að
næg verkefni em fyrir allar tekjur af Happdrætti
háskólans til fyrirhugaðra bygginga háskólans til
aldamóta. (19.10.89)
Fram var lögð endurskoðuð framkvæmdaáætlun
fyrir árið 1990. Rektor skýrði áætlunina. Nýbygg-
ingafé verður minna en undangengin ár og er það
m.a. afleiðing af samkomulagi við stjómvöld um
tölvukaup og tölvumat vegna Þjóðarbókhlöðu. I
þessu sambandi lagði rektor ffarn hugmyndir að
skipulagi háskólalóðar, sem unnið er að í sam-
vinnu við Reykjavíkurborg. Þá fylgdu fram-
kvæmdaáætlun hugmyndir um fjárþörf til fram-
kvæmda á næstu fjómm ámm.
Forseti heimspekideildar gagnrýndi að svo virtist
sem bygging íþróttahúss væri ætlað að ganga
fyrir byggingu húss fyrir heimspekideild. Ýmsir
tóku til máls og fram komu ábendingar um
breyttar áherslur, en öllum virtust verkefnin mörg
en lítið til skiptanna að þessu sinni.
Framkvæmdaáætlun ársins 1990 varsíðan borin
undir atkvæði og samþykkt samhljóða. (08.02.
90)
Lögð fram til kynningar greinargerð um meðferð
Háskóla íslands á fjármunum og eftirlit með
starfsemi. Greinargerð þessa hafa ritað Gunn-
laugur H. Jónsson, fjármálastjóri, og Stefán Bald-
ursson, aðstoðarmaður rektors. (22.02.90)
Framkvæmdaáætlun ársins 1991
Rektor lagði fram drög að framkvæmdaáætlun
ársins 1991. Gert er ráð fyrir að framlag Happ-
drættis Háskóla íslands verði 195 milljónir króna
árið 1991. Samþykkt var eftir nokkrar umræður
að senda framkvæmdaáætlunina til Fjárlaga- og
hagsýslustofnunar. (16.08.90)
Til umræðu var tekið frumvarp til fjárlaga fyrir
árið 1991, en samkvæmt því eru fjárveitingar til
flestra deilda óbreyttar frá árinu 1990. Háskólinn
lagði í haust fram áhersluatriði, sem samtals
námu rúmlega 113 milljóna króna fjárveitingu.
Til þeirra hafa með frumvarpinu fengist rámar
40. m.kr. og vantar því enn 73 m.kr. Ennfremur