Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1991, Qupperneq 168
166
Árbók Háskóla íslartds
Krabbameinsfélag Isiands
Fram var lögð tillaga um að Asmundur Brekkan,
prófessor, verði skipaður fulltrúi Háskóla íslands í
stjóm Krabbameinsfélags íslands í sameinda- og
fmmulíffræði. Tillagan var samþykkt. (04.04.91)
Rannsóknir í tölvufræöum
Ráðuneytið sendir til umsagnar ljósrit af bréfi
sendiráðs Islands í Lundúnum, dags. 9. þ.m.,
varðandi samstarf íslenskra og breskra aðila um
rannsóknarverkefni á sviði tölvufræði. Bréf mm,
dags. 25. f.m. (15.08.91)
X.Ýmislegt
Fornleifafræöingur
Háskólaráð hefur verið beðið um umsögn um
starf fomleifafræðingsins Margrétar Hermanns-
Auðardóttur í tengslum við framlengingu á ráðn-
ingu hennar. Fram var lögð tillaga að umsögn,
sem forseti guðfræðideildar hafði undirbúið.
Tillagan var samþykkt með einni breytingu.
COMETT
Skýrt er frá því að á næstu dögum muni Islend-
ingar staðfesta samning um þátttöku EFTA-
ríkjanna í COMETT II-áætlun Evrópubanda-
lagsins. Bréf mm., dags. 16. þ.m. (22.02.90)
að á næsta ári verði haldið hér á landi nonænt
seminar um mannréttindamál, enda taki íslenskir
aðilar að sér gestgjafaskyldur og nokkra skipu-
lagsvinnu. Bréf mm, dags. 16. ágúst. (30.08.90)
Stefán Sörensson kvaddur
Rektor færði þeim háskólaráðsmönnum, sem nú
hverfa úr ráðinu, þakkir fyrir störfin. Einnig færði
hann Stefáni Sörenssyni, sem látið hefur af starfi
háskólaritara, þakkir fyrir störf hans og góða
samvinnu. Páll Einarsson, sem nú hverfur úr
ráðinu eftir íjögurra ára setu, þakkaði ráðsmönn-
um samstarfið. (13.09.90)
Rannsóknir framhaldsskólakennara
Til umræðu kom tillaga Unnsteins Stefánssonar
um að Háskóli íslands hafi forgöngu um að veita
framhaldsskólakennumm tækifæri til að stunda
rannsóknir í frítíma sfnum. Flulningsmaður gerði
grein fyrir hugmyndum sínum um þetta efni.
Kennslumálanefnd hafði haft tillöguna til skoð-
unar og fyrir lá niðurstaða af þeirri skoðun. Einn-
ig hafði Vísindanefnd verið sent málið til um-
sagnar. Nokkrir háskólaráðsmenn tóku til máls og
var afstaða þeirra jákvæð. Rektor lagði fram
svofellda tillögu: „Háskólaráð samþykkir að veita
framhaldsskólakennurum tækifæri til að stunda
rannsóknir við Háskóla fslands ýmist sem þátt-
takendur í verkefnum á vegum kennara eða
sérfræðinga háskólans með því að vinna að eigin
verkefnum, með eða án leiðsagnar. Umsækjendur
um slíka rannsóknaaðstöðu eru hvattir til að
sækja um rannsóknastyrki til að standa undir
kostnaði vegna nota á tækjum og efnum".
Tillaga rektors var samþykkt samhljóða. (14.06.90)
Mannréttindi
Oskað er skjótrar umsagnar um þá tillögu norr-
ænnar samvinnunefndar um mannréttindamál,
íðorö
Til umræðu vom tillögur frá millifundanefnd
háskólaráðs um íðorð, sem fram vom lagðar á
fundi 22. júní sl., ásamt skýrslu nefndarinnar og
álitsgerð Kristjáns Ámasonar, dósenLs. (05.10.89)
Tekin fyrir greinargerð Einars B. Pálssonar,
prófessors, dags. 23. ágúst 1990 um tilhögun
íðorðagerðar í Háskóla íslands og umsögn Bald-
urs Jónssonar, prófessors, f.h. íslenskrar mál-
stöðvar um greinargerðina, dags. 28. sept. 1990.
Á fundinn kom Einar B. Pálsson, prófessor, og
viðraði hugmyndir sínar um íðorðagerð og lýstl
m.a. því starfi, sem verkffæðingar hefðu innt af
hendi áþessu sviði. (11.10.90)
Tekin fyrir að nýju tillaga um vinnutilhögun við
íðorðasmíð í Háskóla íslands, sbr. 7. lið síðustu
fundargerðar. Lagðar vom fram tvær tillögur. Að
undangenginni ítarlegri umræðu var eftirfarandi
tillaga samþykkt einróma: „Háskólaráð beinir
þeim eindregnu tilmælum til allra háskóladeilda
að þær vinni skipulega að því að til verði íslenskt
íðorðasafn á kennslusviði deildarinnar. Líta skal á
vinnu við íðorðagerð sem sjálfsagðan þátt 1
fræðastarfi kennara og sérfræðinga í Háskóla
fslands."