Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 11
7
Hins vegar hafa girðingar verið miklu meiri og
tíðari þá en nú. í lögum er gert ráð fyrir að hver
maður liaíi „löggarð fyrir landi sínu“, en löggarður
skyldi vera 5 feta breiður að neðan, 3 feta að ofan og
taka meðalmanni í öxl. Gert er og ráð fyrir því, að
engjar sjeu girtar.1 Merkjagarðar voru og alltíðir; er
gert ráð fyrir þeim í lögum; gat sá er vildi kvatt þá
til garðlags, er lönd áttu að lians landi.2 * Á ýmsum
stöðum í sögunum er getið um merkjagarða og varnar-
garða í engjum og úthögum,8 og sýnist svo sem þeir
haíi verið alltíðir, en hitt er auðsætt af sögunum, að
túngarðar hafa verið nálega á hverjum bæ.
Garðrœkt stunduðu menn lítið í fornöld, en nú er
garðrækt stunduð allmikið á ýmsum stöðum, og er til
töluverðra hagsmuna; þetta má því telja til framfara.
Það er þó auðsætt, að garðyrkja hefur eigi verið óþekkt
hjer á landi í fornöld. í Laxdælu er getið um lauka-
garð í Sælingsdalstungu: „heimti hún (Guðrún) sonu
sína til máls við sik í laukagarð sinn“.4 Það er lík-
legt, að öðruvísi hefði verið að orði komizt, ef lauka-
garðar hefði verið mjög fágætir; þess mundi fyrst vera
getið, að Guðrún hefði haft laukagarð á bæ sinum, og
að hún lieí'ði heimt sonu sína þangað til máls við sig.
Á Hólum í Hjaitadal var laukagarður á dögum Gott-
skálks biskups Kenikssonar, því að þess er getið, að
liann varð bráðkvaddur í laukagarðinum 1457. Lauka-
garðurinn var enn til á dögum Jóns Árasonar.5 Það
*) Grágáa (St.hólsbók) 1879, bls. 465. Jónsbók, laudlcigubálkur
31. kap. Járnsíða bls. 99.
2) Grftgás bls. 450. Jíirnsíða, landbr.bálkur, 22. kap. Jónsbók,
landleigubálkur 54. kap.
8) Sjá t. d. Egilssögu 87. kap.
4) Laxdæla, 60. kap.
5) Biskupasögur II, 233.