Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 156
152
blandað, annaðhvort mulið og þurrt eða leyst upp í volgu
vatni. Sjerstaklega við hósta hesta vil jeg geta eins ráðs,
eða lyfs, sem vel væri kostandi til handa uppáhaldshesti, en
það er svo: Legg 5 hænuegg í vínedik, unz skurnið er
mjúkt orðið, þá er hestinum þetta geíið þannig, að tung-
an er teygð fram og einu egginu smeygt niður í kok hests-
ins, hvern dag. — Við innlculsi á ungviðum, svo sem
lömbum o. fl., er ráðlagt, og líka einkar gott, að gefa
þeim volga mjólk með litlu af brennivíni í, og hlýja vel
að þeim með ullarflókum, eða því um líku. Aðrir ráð-
leggja svart kaffi volgt, en þá er bezt hin svonefnda
kaffimjólk (Café au lait), en það er 1 liluti af hreÍDU sterku
kaffi, blandað tveim hlutum af nýmjólk, er smá gefið sje1.
2. Lungndbólga og brjósthimnubóJga. Sje þessi veiki
komin í skepnur (sjá einkennin aðframan), sem opt verð-
ur, þegar ura kælingarhósta er ekkert hirt, og einkum
ef skepnan mætir innkulsi á ný eða vosbúð og kulda,
er hún er lasin fyrir, þá þarf fyrst og fremst að taka
hana í hlýtt, en jafnframt loptgott hús, gefa henni ekk-
ert sárkalt til drykkjar, heldur ivolgt, og er þegar bezt
að menga drykkjarvatn hennar dálitlu af saltpjetri. Sje
nú hiti ákafur í skepnunni, hún hafi stun, eigi bágt
með að leggjast, og vilji heldur setjast á endann, og hafi
hún líka þungan og þurran og tíðan hósta, eða þó fyr-
ir hann sje tekið, sem stundum á sjer stað, þá vil jeg
— sem annars vil ekki mæla með blóðtökum yfirhöfuð —
’) Af BamveikÍB-lyfjum við innkulBÍ og liósta eru Aoonit, dulc-
amara og Arsenic höfuðlyfin, og einkar gðð, ef strax eru viðböfð.
Aconit á víxl við dulcamar við allri purri kæling, Arscnic einkum
ef köld vatnsdrykkja er orsök. Noxvanc við þurri kæling, og skepn-
an vill ekki jeta neitt; en Phustoxic höfuðlyf við votri kæling,
bleytu-hrakning. Auk þcsa er Squilla líka ágætt lyf' við hósta hesta.
Einnig Cham. Pulsat. og Bryonia eiga vel við. Lyfin gofast í vatni,
lítið, en ört fyrst í stað og bvo Btrjálla.