Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 160
166
„Við þessa aðferð batnar brátt“, segir Þjóðverjinn,
„niæðin og þyngslin“, sem skepnan þjáist af, ljettast,
hóstinn skánar, skepnan tekur að fá góða átlyst aptur
og jórtra, kýrnar taka aptur að græðast, og að liálfum
mánuði liðnum er þeim venjulega batnað; á eptirlækn-
ing þarf heidur ekki að halda“. Að síðustu vil jeg geta
þess, að sumir hafa vakið traust á sjálfrunnu hákarls-
Ixjsi í veiki þessari, og með því hjer á landi er vel hægt
að afla sjer þess, ættu menn að nota það almeunt við
öllum tegundum lungnasýkinnar, „jod“ þess og „brom“
eru, sem kunnugt er, kröptug lyf einmitt í háls- og
brjóstveikjum, og feitin sjálf er hin kröptugasta andar-
dráttarfæða.
4. Hin eiginlega xippdráttarsótt, brjóstvatnssyki, rýrn-
un og tæring, og livað annað hún nefnast kann, er lijer
að skoða mest sem framhald af hinni hjer að framan-
umræddu lungnasýki, er hún er fullmögnuð, og skepnan er
farin að rýrast og tærast af henni. Við henni höfum
vjer fátt annað að ráðleggja, en það sem þegar er tekið
fram hjer að framan, svo sem það einkum, að hjúkra
vel skepnunum og halda þeim hlýjum og umfram allt
nœra þær sem bezt á hverju því, sem sameinar það
hvorutveggja, að vera ljett meltilegt og rík nærandi, og
er þá mjólkin, grasagrautur, graskvoða og lím hafra-
og bygggrjónasúpa, mjöl í drykkjarvatni o. s. frv., þar
fremst í flokki. Hjer væri og að ætlun minni ekki
úr vegi að gefa síld þessum skepnum, bæði nýja og
saltaða, þar sem hana er að fá, einnig að gefa dauft saltvatn
við og við til að örfa meltinguna, og svo reyna til þrauta
saltpjeturinn og pottöskuna sem það helzta, er má vænta
bata af. En sjerstaklega lýsið, helzt sjálfrunnið, er lijerá sín-
um rjetta stað, bæði sem næring og lyf. Af því skal gefa
stórgrip 1 pela í senn, helzt á fastandi maga, og þetta