Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 24
ao
átti, gekk úti með 16 nautum öðrum fellivetur einn.1
Það lilýtur að vera, að þetta liafi verið gömul naut,
því annars mundu þau ekki hafa gengið úti, er svo
mikil harðindi voru; hefir Ólafur pái því eigi átt minna
en 16 naut gömul fyrir utan ungneyti. Það mætti
nefna allmarga staði úr sögunum, er sýna að fornmenn
hafa haft mikinn nautponing, og miklu meiri en nú
tíðkast. Þorkell prestur Bjarnason ætlar að kýr hafi
verið „hartnær 5 sinnum fleiri“ í fornöld en nú.2 Nokkuð
lík er og ætlun Einars Ásmundssonsr í Nesi um þetta
efni.* * 8 Enn þá meira hlýtur þó að muua á geldneyta-
fjöldanum í fornöld frá því sem nú er. Nú er venju-
lega eitt geldneyti á bæ, og á sumum ekkert. Það er
að vísu eigi unnt að segja með vissu, hve miklu meiri
nautgripafjöldinn hefir verið í fornöld en nú, en það
leikur sízt á tvímæli, hverjir fræðimenn sem um það
hafa ritað, að nautgripaeign fornmanna hlýtur að hafa
verið miklu meiri en nú tíðkast.
Það er eigi unnt að segja, hvort miklu hafi munað
á sauðfjáreign manna í fornöld frá því sem nú er, en
líklegt er þó, að sauðfje hafi eigi verið færra þá en nú.
í sögunum má finna marga staði, er sýna að ýmsir ein-
stakir bændur hljóta að hafa átt mikinn sauðfjenað.
Þær frásagnir eru þó eigi til að sýna, að sauðfjáreign
þessara bænda liafi verið meiri en annara manna, heldur
til að skýra gang viðburðanna í sögunni. Þorgils örra-
beinsstjúpur kaus sjer til handa 20 kýr og 120 ær úr
búi Bjarna tengdasonar síns í bætur fyrir það, að honum
þótti Bjarni hafa fengið ofmikið fje með dóttur sinni;
má teija víst að hann hafi eigi tekið allar ær Bjarna,
*) Laxdæla 40 kap.
a) Tímarit h. ísl. bókmí. 6. árg. bls. 6.
8) Búnaðarrit 2. árg. bls. 16.