Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 148
144
all-erviðir aðgreiningar fyrir almenning allan, og að
síðustu þurfa yfir höfuð all-líkrar meðferðar við.
Lungnaveiki eða brjóstveiki er aðalnafnið. Lungna-
lolga, eða innkuls og hósti, er ýmist hin bráða og á-
kafa tegund veikinnar eða sú, sem hún byrjar með.
Aðkæling er einatt hin glögga orsök og þar af þá nafnið
innkuls (Forkölelse), og lwsti, er eitt hið ljósasta morki
og einkenni sýkinnar ávallt samfara lungnabólgunni.
Heysótt og mæih heitir veikin hjer hjá oss tíðast á
hrossum og öðrum stórgripum, sökum þess án efa, að
einatt ber fyrst eða mest á henni, er skepnur eru fóðr-
aðar inni á heyi, svo er þá mæðin og hrygglan eitt hið
stöðugasta einkenni. Uppdráttur, megrun og tæring er
og rjettnefni veiki þessarar, sem hún títt er nefnd með
hjá almenningi, sjerílagi þegar hún er á það stig komin,
að skepnan er farin að missa hold og hamsa og krapta
sína fyrir hana. Uppdráttarsýki og megrunarsótt getur
auðvitað verið veiki nokkuð út af fyrir sig, og af nokkuð
öðrum orsökum stafandi, en út í það verður lijer ekki
farið; veiki þessa mátti og þegar greina i deildir sínar,
þrjár, fjórar eða tíeiri, en við það fannst mjer ekkert
unnið í svo alþýðlegu ritsmíði sem þessu, og hefði það
orðið enn þá lengra mál, en þó verður það að nokkru
gjört, er til meðferðar og lækningar þessarar sýki
kemur.
Einlcenni og umdœming: Veikjur þessar liafa
að minnsta kosti hvað hinar bráðu og upphaflegu teg-
undir þeirra snertir, aðsetur sitt í andardráttar fœrun-
um, sjerílagi í slímhúðinni, en gagntaka einnig aðra
hluti þeirra, svo sem lungnavefinn m. m., og er hún
magnast, einnig önnur lífíæri líkama skepnanna3 og
’) Bn það er þá eiukum lifrin; on að greina sundur lungna
og lifrarbölgu, sem skepnur opt fá af nálega sömu orsökum er