Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 72
68
ekki hrist út af erminni, og margur yrði dauður þá,
er slíku ódáinsepli væri náð1, og svo efast jeg um það
borgaði sig; því vissulega er fleira matur en feitt kjöt,
og margt er fleira með starfsfje að gjöra, en að hafa það
til vörukaupa. Pess vegna sje jeg ekkert á móti því,
að kaupfjelög vor taki að láni part úr ári tiltekinn hluta
af starfsfje sínu, ef þau fá það með öllu afarkosta- og van-
kvæðalaust. Takmörkin á þeirri lántöku þurfa að vera
svo, að hvernig sem fer um sölu á vörum fjelagsmanna,
þá verði þó að minnsta kosti vissa fyrir því, að fjelög-
in standi í fullum skilum á gjalddaga. Fyrir því þurfa
fjelögin eða fjelagsmenn að eiga nægilegt veltufje til
þess að standast hrakföllin. Það er heldur ekki svo
fágætt, að erlend kaupfjelög hafi veltufje að láni um
stundarsakir, einkum í byrjun, á meðan fjelagsmenu eru
að koma því fyrir sig, með samandregnum ávinningi af
fjelagsskapnum.
í því munu flest erleud kaupfjelög vera frábrugðin
hinum íslenzku, að þau annast ekki um vörusölu fyrir
fjelagsmenn; að minnsta kosti mun ekki neitt hinna
dönsku kaupfjelaga gjöra það2. Þessi munur er eðlileg
afleiðing staðhátta og kringumstæðna hjer. Nálega allir,
nema embættismenn og handiðnamenn, sem búa í kaup-
') Kaupfjelag Þingeyinga liefur á einu ári keypt vörur fyrir c.
90,000 krónur, eem pað borgaði með verði fyrir ull og sauði fje-
lagsins. Hið siðasta af vörunum var keypt í byrjun september. En
sauðirnir, sem gerðu um 76,000 kr., voru seldir i lok septomber.
Fjelagið hefði því þurft að eiga 76,000 kr. í veltufje, til þess að
komast hjá lántöku.
2) Það eru annars konar fjelög hjá Dönum, sem að sumu
leyti hafa sama hlutverk og kaupfjelög vor i þessu efni. Þeirra
verkefni er, að annast um vöruvöndun og koma vörunum á góðan
markað. Fjelög þessi hafa gjört ómetanlegt gagn og aukið stórum
álit og verð á ýmsum afurðum Dana á erlendum mörkuðum.