Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 155
151
afrás (kvefsnertur) og hósti með hita sóttarsnert, máske
byrjandi brjóstbólgu, þá er talið ágætt að gjöra skepn-
unni (stórgripum) gafubað þannig lagað: Maður tekur
skjólu, lætur í hana 2—3 væna hnefa af hörfræi eða
byggi, ef hitt vantar, eða þá kamillublómum1, og hellir
á þetta sjóðandi vatni; þá leggur maður stóran lepp yfir
höfuð gripsins, og heldur því svo yfir gufunni, að hún
leggi sem bezt upp i vit þess; þetta bað skal vara 5—
10 mínútur í senn, og ítrekast nokkrum sinnum á dag
ef þurfa þykir; fái skepnan slæm hóstaköst á meðan,
eða óróist mjög, verður að hætta baðinu meðan á því
stendur. Virðist þetta eigi hafa tilætluð not, skal reyna
að verka kröptugar á slímhúð hálsins með því að láta
gripinn renna niður vatni, sem nokkur grömm af Salmí-
aki (stækju) eru uppleyst í, eða viðhafa það jafnframt
gufubaðinu. Komi hósti og brjóstþyngsli í gripi af
myggluðu, rikuðu og á annan hátt skemmdu og óhollu
lieyi, eða slæmum dragsúg o. s. frv., þá duga auðvitað
eigi þessi ráð og engin, nema slíkar orsakir verði jafn-
framt fjarlægðar; sjeu eigi föng á að skipta um heyið,
er ráðlegt að viðra það fyrst, ef kostur er, úti, svo og
að dreifa daufum saltlegi yfir gjöfina, svo í vökni2. Við
og við skal þá líka gefa gripunum salt til inntaka,
helzt með ögn af saltpjetri í, eins og það er venjulega
*) Vanti mann þeesi blóm, sem optari mun vera, mun duga að
hafa í stað þeirra vort almenna ísl. tegras, blóðberg, vallhumal
o. b. frv., eða þá einkum möðruna okkar gulu eða hvítu, sem er
eitt hið bezta uppleysandi og svitaleiðandi lyf I jurta-forða-
bári voru.
2) Gott er um mygglað hey, að leysa það daginn áður en það
er gefið, ýra jafnt yfir það saltlegi og lýsi, ef til er, enn þjappa hey-
inu svo vel saman; láta liitna dálítið í því, en gefa það kalt.
Útg.
\
L