Búnaðarrit - 01.01.1893, Side 179
175
fyrir mennina. Þeir sjá, live ósanngjarnt það er, að
taka nýkastað folaldið og skera það og láta svo móður-
ina, eins og víða er siður, standa lmeggjandi með tár-
vot augu yfir dauðum skrokknum. Þessir menn gjöra
því annað tveggja: koma í veg fyrir, að hryssan eignist
folald, og spara með því krapta hennar, eða beita þeirri
útsjón, sem þarf til þess, að aumingja folaldið
megi lifa.
í beinu samræmi við þetta mætti benda á margt
fleira, en þeir, sem nenna að hugsa, geta fundið það
sjálfir. Tilgangurinn er að eins, að reyna að vekja til
hugsunar, þeirrar hugsunar, að veita sjer það sem þarf,
til þess að leyfa skepnunum að njóta lífsins, rneðan
bein hagnaðarvon er að því og láta þeim þó líða vel,
svo þær sýni sem mestan arð, og menn þurfi eigi að
skammast sín fyrir þær.
Allir vita, hve mikill fjöldi af skepnum ferst fyrir
vanhirðu, er stafar af kærleiksleysi gagnvart þeim. En
ef samvizkan væri eigi sofandi, þá mættu þeir fjármenn
finna til, sem fyrir svik eða vanvirðu láta skepnur fara
ofan í og deyja þar kvalafyllsta dauða, annaðhvort
springa á sundi eða kroppna úr kulda. Eða þá ferða-
mennirnir, sem helmeiða hestana undir rassinum á sjer,
af því að þeir tíma ekki eða vantar hugsun á því, að
láta stoppa lmakkdýnuna sýna, þegar hún fer að þynnast,
eða nenna ekki að líta eptir því, hvort bakleppurinn
fer í fellingar. Margt fleira þessu líkt mætti telja, sem
veldur afarmiklum skaða, er stafar af skorti á sannri
velvild til skepnanna, og athugaleysi á rjetti þeirra.
Eptir því sem jeg hefi skoðað þetta mál betur,
því Ijósara hefi jeg sjeð, að einn aðalþáttur í landbúnaði
íslendinga er velvildin til skepnanna. Mig rekur minni
til þess, að fyrir þremur árum síðaii átti jeg tal um