Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 16
12
gengið fyrir því. Flestar þessar tilraunir mistókust al-
gerlega, og bændurnir útiendu hurfu aptur til átthaga
sinna. Þrátt fyrir þetta misstu menn þó eigi trúna á
akuryrkj unni, og ýmsir hjeldu áfram þessum tilraunum.
Það bar og við, að tilraunir þessar tókust allvel; eink-
um er þess opt getið, að ýmsum hafl tekizt að fá full-
þroska bygg; þó mun hitt hafa verið mlkln optast, að
kornyrkjan brást algerlega. Jafnvel þá er bezt ljet,
mun kornyrkjan eigi hafa svarað kostnaði, þrátt fyrir
hið afar-háa verð, er var á útlendu korni1. Þá voru
og gerðar nokkrar tilraunir til trjáræktar2 3, og ýmislegt
fleira var þá reynt, svo sem að rækta tóbak, hör og
hamp8, og fyrirskipanir og ráðstafanir voru gerðar til
að styðja þessar tilraunir4 *. Lítið varð úr flestum þess-
um tilraunum, svo sem vænta mátti, og lagðist þetta
allt niður smám saman, nema garðyrkjan; hún hefur
haldizt og aukizt allt til þessa dags. Þessar umbóta-
tilraunir 18. aldar manna gátu eigi unnið bug á hinni
ríku vantrú á gæðum landsins og atvinnuvegum, fyrir
því að þær fóru í öfuga átt. Það var sem menn gleymdu
því, að grasræktin hlýtur ávallt að vera hyrningarsteinn
landbúnaðarins hjer á landi. Allt til þessa dags hefur
eigi verið lögð mikil stund á grasræktina, og fyrir því
lifir þessi gamla vantrú enn; þótt hún virðist stundum
eigi koma mjög fram á yfirborðið, þá lifir hún samt
undir niðri. Blaðamenn og framfaramenn draga nokkra
blæju yflr þetta, svo sem fleira, er sannast er og ríkast
í lífi þjóðarinnar. Þessi vantrú getur heldur eigi dáið
J) Forberedelse til Olavii Reise 11. gr.
2) E. Ólafsson og B. Pálsson: Reiso í giennem ísland II, 956.
3) Deo regi Patriao bls. 189. — Jón Snorrason: Tractatus de
agricultura Islandorum, sectio III, 11.
*) Landþingisbók 1766, Nr. XXIII.