Búnaðarrit - 01.01.1893, Page 33
29
mennur. Það er eigi undarlegt þótt margt af þessu
fólki dæi af kulda, hungri og vesöld, þar sem það varð
að ganga bæ frá bæ um hávetur og hvernig sem veður
var, til að leita sjer bjargar; verður þetta þó einkum
skiljanlegt, þá er þess er gætt, að mestur hluti þessara
þurfamanna voru gamalmenni, vanheilir menn, konur
með börnum og hjón með fjölskyldu sína. Það mundi
fara svo enn, að margt af þurfamönnum fjelli í hörðum
árum, ef þeir væru látnir bjarga sjer á þenna hátt. í
annan stað mun hafa verið minni mannúð og líknsemi
við slíka vesalinga á 17. öld en nú mundi vera. Flest-
um hefur og runnið vesaldóinur þessara manna síður til
rifja fyrir þá sök, að þeir voru daglegir gestir. Til-
finningin verður sljó fyrir þeirri eymd, er menn hafa
daglega fyrir augum. Það er eigi sönuun fyrir því, að
mikil fátækt hafi verið á 17. öld, þótt þá sje stundum
getið um mannfelli fyrir sakir hungurs og harðrjettis.
Þetta verður skiljanlegt, þá er gætt er að því, hversu
verzluuin var, og hversu hagað var um framfærslu
þurfamanna.
Elsta framtal, sem vjer höfum á kvikfjenaði lands-
ins, er frá 1703 og næstu árum þar á eptir1, og er, sem
vonlegt er, venjulega miðað við það, þá er talað er um
framfarir landbúnaðarins á síðari tímum. 1703 eru
nautgripir taldir alls 35800, en 1891 eru taldir alls 22635
nautgripir, og hefur nautgripum eptir því fækkuð um
13165. 1703 er sauðfje talið alls 280000, en 1891 er
það talið 500091 og er munurinn eptir því 220091.
Eptir þessu hefur sauðfjártalan aukist nálega um helm-
*) Framtal þotta er konnt við árið 1703, af þvi að þá var
byrjað að safna til þess, on eigi var því lokið fyr en 1712. Allar
þær búnaðarskýrslur, er kenndar eru við árið 1703 er teknar eptir
jarðabók þeirra Árna Magnússonar og Páls Vídalins.