Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 77
73
4. Hvert kaupfjelag verður að liafa það markmið
meðal annars, að efla vöruvöndun, bæði á þeim vörum,
sem það selur og kaupir. Rejrnsla vor íslendinga er
orðin full-áþreifanleg til þess að sjá, að óvandaðar og
sviknar vörur geta á skömmum tima eyðilagt verzlun
landsins að miklu leyti, eða að minnsta kosti bakað
henni tjón, sem seint verður viðgert. Eins og nú að
vöruvöndun er þessa vegna lífsskilyrði íslenzkrar verzl-
unar, þá er það og eitt af fyrstu skilyrðum fyrir kaup-
fjelagsskapnum. — Jafnframt er og vert að venja lands-
menn af því, að taka úrhrak af útlendum vörum, sem
góða og gilda vöru.
5. Fjelagsmenn þurfa að leggja fram nægilegt stofn-
fje bæði til húsa og áhalda handa hverju kaupfjelagi,
og sömuleiðis einhvern hluta af veltufje eða starfsfje því,
er fjelagið þarf til vörukaupa, eins og áður er drepið á.
Jeg hygg haganlegast, að fje til húsa og áhalda sje lagt
fram með hlutabrjefum, er veiti fjelagsmönnum ákveðinn
rjett til vörupöntunar, en sjeu óuppsegjanleg á meðan
fjelagið stendur. Síðan sje árlega lagt á vörur fjelags-
ins hæfilegt gjald, til þess að viðhalda húsum og áhöld-
um fjelagsins, og leggja í sjóð fyrir þau að minnsta
kosti jafnmikið og þau rýrna í verði árlega.
Veltufjenu má safna með ýmsu móti, og vil jeg
láta liggja á milli liluta, liver aðferðin er farsælust.
Það varðar miklu að hafa þá aðferð, sem auðvcldust er
á hverjum stað og bezt á við kringumstæður; en alls-
staðar muu haganlegast að haga því svo, að bætt sje
við veltufjeð árlega, því hvergi mun þurfa að gjöra ráð
fyrir, að svo mikið fje fáist í öndverðu, að ekki þurfi
á meira að halda. Vil jeg benda á nokkrar aðferðir:
a. óuppsegjanleg hlutabrjef, er gefi eigendunum ákveðna
hlutdeild í ágóða íjelagsins. Auðvitað er liægt að benda
L