Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 154
150
varandi sýki hafa liðið; það er óþarft og getur verið
skaðlegt1.
Meðferð og lœlcning: í þessari grein álít jeg nauð-
synlegt, að greina þessa sjúkdómsheild í kafla sína eða
deildir; það til lækningar kemur, er hjer allt svo mjög
ólíkt, eptir því hvort það eru hinar vægari og einfaldari
bráða- eða langvarandi tegundir veikinnar. svo og sök-
um orsakanna svo ólíkra sem og kyns eða tegundar
skepnanna, er sýkin bæði ljett og þung tekur.
Vjer skiptum þvi þessum veikjum andardráttarfær-
anna í þessa 3—4 kafla.
1. Innkuls og hbsti: Það er gömul og góð ráð-
legging við snöggri nýbyrjaðri kæling og innkulsi, eink-
um á hestum og stórgripum, að hreifa þá vel, svo að
hrollur og skjálfti fari úr þeim, og þeir verði heitir apt-
ur, og þá ef mögulegt er, að láta þá strax í þurrt og
súglaust hús og þekja þá með ábreiðum; verður þá opt-
lega ekkert meira úr innkulsum, og lungnabólga fyrir-
byggist. Þegar sveittir hestar koma að, einkum sje
kuldi í veðri, þá er nauðsynlegt að þerra vel af þeim
allan svita áður sleppt er eða í hús látnir, og svo núa
þá rækilega um kroppinn með stórgerðri heyvisk eða
striga, og sje hrollur eða skjálfti í þeim, verður að halda
núningnum áfram, til að viðhalda og örfa hörunds-út-
gufunina, og gott er þá, ef við hendi er, að gefa þeim
einu sinni 1 eða 2 teskeiðar af kamfúrubrennivíni, eða
um 20 Hoffmannsdropa í ilvolgu mjólkurblandi. Sje nú
þar á móti lengra liðið frá, og innkulsinu fylgi slím-
J) Augnaveiki sú eða blinda, er opt kemur í fje framan af vetri
og er þrá og skaðleg, ætla sumir að standi í sambandi við lungna-
veiki eða sje grcin eða forboði hennar; allt or þetta því miður ó-
rannsakað, en varast skyldu menn t. d. að liafa hrúta undan ám
sem fá hana,