Búnaðarrit - 01.01.1893, Síða 47
43
getum vjer sjeð til fullnustu live auðugt það er. Þá er
sem vjer verðum „skygnir“ og „sjáum gegn um holt og
hæðir“. Þá sjáum vjer auðæíi og fjársjóði, er áður
voru huldir. Þá verður oss Ijúft og inndælt að styðja
og efla öll gæði landsins, og þá fyrst, getum vjer notið
þeirra til fulls.
Hvernig oss liður, fer mjög eptir landkostum og
árferði, en þó fer það miklu meir eptir dugnaði og hygg-
indum, eptir mannviti og mannkostum. Vellíðan og vel-
megun getur því að eins orðið hlutskipti vort, að vjer
ræktum, eflum og elskum allt sem vjer eigum gott,
höldum dauðahaldi í það, og glötum engu af því. Ef
vjer virðum lítils það er vjer eigum sjálfir, þá er öll
vor framfaraviðleitni ónýt. Eg segi þetta af því, að
mjer virðist þjóðin meta of lítils það er hún á sjálf,
og henni ætti að vera dýrast. Það er sama á hvað
sem vjer lítum, hvort sem það eru atvinnuvegirnir, eða
það er þjóðerni vort og þjóðsiðir, eða bókmenntir og
tunga. Það sýnist sem margir virði þetta lítils og leggi
litla rækt við það. Sumir af þeim, er telja sig leiðtoga
þjóðarinnar, eru lijer fremstir í flokki og blása að þess-
um kolunum, enda hafa þeir myndað þessa stefnu hjá
þjóðinni. Það eru ávallt leiðtogar lýðsins, er skapa nýjar
stefnur og nýjan liugsunarhátt, hvort sem liann er góð-
ur eða illur. Til eru þeir „framfaramenn“ i landi voru, er
leita við að vekja fyrirlitningu fyrir flestu eða öllu
sem stendur á gömlum merg, og eira engu slíku, þótt
það hvíli á sögulegum og þjóðlegum grundvelli. Venju-
lega fara þeir þó kænlega að þessu, og gera það svo
lítið ber á. Þeir hæðast að gömlum og góðum þjóðsið-
um og drepa niður alþýðlegri fræði og þjóðlegum ein-
kennum á ýmsan hátt, fyrir þá eina sök, að þetta er gam-
alt. Þeir þykjast þurfa að kollvarpa því svo sem öðru, er