Búnaðarrit - 01.01.1893, Síða 39
36
vöxtum, en eiga það eigi. Svo sem það er betra, að
eiga eitthvert ákveðið fjármegin á vöxtum en eiga það
arðlaust, svo er þó betra af tvennu, að eiga það arð-
laust en eiga það eigi, en sýnu verst er hitt, að vera
skuldugur um það, og gjalda vexti af því“.
Þá er vjer berum nútímann saman við liðna tím-
ann, getur oss eigi dulizt, að framfarirnar eru allmikl-
ar í ýmsum greinum; — margt liefur breytzt á betra
veg. Margbreytt þægindi og hægindi fylgja lífinu nú,
er eigi voru til áður. Það mátti heldur eigi öðruvísi
verða, en að vjer í ýmsu nytum góðs af hinum marg-
breyttu framförum, er orðið hafa í heiminum umhverfis
oss. En þrátt fyrir þetta má einnig í ýmsu sjá vott
um apturfarir. Dugur, þrek og manndómur, er minni
en í fornöld. Iðni og ástundun, þrautseigja og þolin-
mæði, eljansemi og alúð, er minni en nokkru sinni áður1.
') Starfsemi og eljansemi manna á 17. og 18. öld var undra-
mikil; er jiað öllum kunnugt, er fengið kafa nokkurrar þekk-
ingar á þeim tíma. Á 17. öld var nálega öll ull unnin í landinu
sjálfu, enda var prjónles og vaðmál talið með helztu verzlunarvör-
um landsmanna svo sem ull nú á tímum. Á 18. öld var og prjónles
ein af höfuðverzlunarvörunum. Á tímabilinu 1764—74 var flutt frá
landinu 185441 sokkar, (o: svo mörg ,,pör“), 71974 vetlingar, 1227
peysur, 2318 álnir af vaðmáli. Á næstu tiu árum, 1774—1784,
var flutt frá landinu 146398 sokkar, 103082 vetlingar, 901 peysa,
1221 alin af vaðmáli, (smb. C. Pontoppidan: Samlinger til Handels
Magazin for Island, I, 299). Þótt svo mikil ullarvinna væri í land-
inu, voru öll áhöld til þeirrar vinnu miklu vorri en nú. Þá var
spunnið á snældu, — rokkarnir voru eigi farnir að tíðkast, — og
ofið í gamla vefstaðnum íslenzka. Yjer höfum margar sagnir um
hið afarmikla kapp, er lagt var á ullarvinnuna í fyrri daga. Það
mætti nefna margt, er sýnir að iðni og eljan fyrri manna var
miklu meiri en nú tíðkast. Bigi var iðni fræðimanna á 17. öld
3*