Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 40
36
Sparsemi, varkárni og varhygð í meðferð fjár og íjár-
gæzlu aliri, er miklu minni en áður, enda er það sann-
ast af að segja, að efnakagur landsmanna hefur sjaldan
staðið jafnilla sem nú.
Til þess að sjá hvort oss hefir farið fram eða aptur
er eigi nóg að bera saman atvinnuvegi vora og lifnaðar-
háttu við atvinnuvegi og lifnaðarháttu fyrri manna.
Yjer megum eigi gleyma því, að þá er um framfarir er
að ræða, er annað sem meira er undir komið. Vjer er-
um á samleið með öðrum þjóðum, svo sem vjer höfum
ávallt verið, og þá er vjer tölum um það, hvort oss
hafi farið fram eða aptur, þá er mest undir því, hvort
vjer erum framar en áður, eða vjer erum orðnir á eptir,
á þessari samleið. Það varðar eigi mestu, hvort vjer
stöndum forfeðrum vorum framar eða eigi. Þeir eru eigi
keppinautar (konkúrrentar) vorir í lífinu, heldur eru það
nútímans menn, það eru aðrar þjóðir nú á tímum. Hvort
oss hefur farið fram eða aptur, er þvi mest undir því
komið, hvort vjer stöndum vorum keppinautum betur á
sporði en forfeður vorir gerðu sínum keppinautum. Á
öllum tímum hafa íslendingur orðið að keppa við aðrar
þjóðir í baráttunni fyrir tilverunni. Hvort oss kefur
farið fram eða aptur, fer eptir því, hvort vjer stöndum
framar en forfeður vorir í þessari baráttu, eða vjer
stöndum þeim að baki.
lítil í því að rita fornar bækur. Það eigum vjer hinni frábæru
starfsemi og ástundun þessara manna að þakka, að mörg af vorum
beztu fornritum eru eigi gersamlega glötuð, og ef þeir hefðu verið
hirðulausir um þau, og eigi kunnað að meta þau, mundu þau liafa
glatazt nálega öll. Þessir starfsömu og þolinmððu fræðimenn hafa
því unnið íslenzkri fræði og íslenzku þjððerni meira gagn en nokkr-
ir menn aðrir, þá er fráskildir eru hinir ágætu fræðimenn og rit-
snillingar i fornöld. Þðtt margir svartir blettir sje í sögu 17. ald-
arinnar, þá er þar og margt fagurt.