Búnaðarrit - 01.01.1893, Qupperneq 46
42
hún er ekki sönn. Alþýða manna finnur, að hún á við
erfiiðan hag að búa, og þá tilfinningu er eigi unnt að
svæfa með neinum fortölum. Kenning þessara manna
er meir til skaða en gagns. Alþýða trúir eigi kenningu
þeirra, sem eigi er von, og því geta þeir eigi með þessum
fortölum snúið liuga manna frá að leita eptir betri Iífs-
kjörum í fjarlægum löndum, og því síður geta þeir með
þessu vakið og glætt þá trú, að til nokkurs sje að leita
eptir betri lífskjörum í landinu sjálfu. Þessi kenning
hindrar miklu fremur að slík trú festi rætur í hugum
manna. Alþýða finnur að hagur hennar er eigi góður,
og það er eigi ólíklegt, að hún fái þá trú, að hjer sje
eigi kostur annars betra, er leiðtogar hennar láta það
um mælt, að nú eigi hún við góðan hag að búa. Það
er hætt við, að afleiðing þessarar kenningar verði öll
önnur en til er ætlast. Að öllum líkindum styður hún
Ameríkupostulana í því að gróðursetja þá trú hjá lands-
fólkinu, að hjer sje eigi lífvænt.
Hinir munu þó vera fleiri, er eigi fá dulizt þess,
að hagur landsins stendur með litlum blóma. Ameríku-
postularnir fylgja þessari kenningu, og hafa í því efni
rjett að mæla. En þeir segja að landsfólkið sje fátækt
og eigi við þröngan kost að búa fyrir þá sök, að landið
sje svo gæðasnautt, að mönnum geti eigi liðið hjer vel.
Þessi kenning er bæði röng og skaðleg. Landið er auð-
ugt að gæðum, og því getur oss liðið hjervel; en þetta
má því að eins verða, að vjer tökum ástfóstri við land
vort og gæði þess. Sú tilfinning verður að vera rík og lieit
hjá oss, að ættland vort, þar sem saga þjóðar vorrar
hefur gerst, að landið sem fóstrað hefur afa og ömmu,
föður og móður, að það sje oss kærara og dýrra en
nokkurt annað land í veröldu. Vjer verðum að elska
landið og allt sem það á gott, því að þá, en eigi fyr,