Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 35
31
rajög mikil karðindi og fjenaðar fellir (1752—1759), og
er sagt, að það hallæri hafi orðið 9 þúsundum manna
að bana. Eigi að síður hefir sauðfjárfjöldinn vaxið um
77000 frá 1703. Sýnir þetta enn, að framtalið 1703
getur alls eigi borið vott um venjulega fjáreign manna
á síðara kluta 17. aldar og fyrra kluta 18. aldar.
Um 1780 segir Carl Pontoppidan, að þá er landið
nái sjer aptur að velmegan („Landet kommer tilbage til
den forrige Velstand11), og kvikfjáreign Iandsmanna
komizt í rjett horf, þá megi eptir verzlunarbókum kaup-
manna frá fyrri tímum gera ráð fyrir, að landsmenn
selji í kaupstað að minnsta kosti rúmar 40 þús. af
vænu fje.* 1 Sá tími, er Pontoppidan á hjer við, (sá
tími er velmeganin var í landinu), er án efa fyrrihluti
18. aldar, eða tíminn næst á undan hinum miklu harð-
iudum og landplágum, er geisuðu eptir miðja öldina
(kötluharðindin og fjárkláðinn). Nú á tímum eru mjög
áraskipti að því, hve mikið er selt til útlanda af sauð-
fje. Á fyrri tímum mun þetta eigi hafa verið svo mis-
jafnt sem nú, fyrir því að þá var miklu meiri festa á
verðlagi öllu en nú. Eptir því sem talið er í verzlunar-
skýrslunum var fiutt af landi burt 12885 lifandi sauð-
fjár 1888, en 1889 var það 32632. 1888 er útflutt
saltkjöt talið 881529 pd., en 1889 er það 407069.
Eptir þessu mundi eigi sönnu fjarri að ætla, að 1888
hafi verið flutt af landi burt, dautt og lifanda samtals,
um 35000 sauðfjár, en 1889 hafi það verið um 43000.
Líkur þessu var útflutningurinn 1887 og 1886, miklu
meiri 1885, eða yfir 60000. 1890 er talið að flutt hafl
verið til Englands um 70000 Iifandi sauðfjár, en skýrslur
eru enn eigi komnar út um það, hve mikið þá hafi
*) C. Pontoppidan: Samlinger til Handels Magazin for Ieland
I, 287.