Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 92
88
og um leið allan liagnaðinn, að því leyti sem þeir ná
honum með „leyfilegu móti“, þá er samkeppnin með
þessum mönnum nauðsynleg. Og samkeppni þeirra er
ekki öðruvísi varið en annari atvinnu keppni, og hennar
skuggahliðar að sínu leyti hinar sömu. En hún er
yfirgripsmeiri en nokkur önnur af því, að verzlunin
hefur almennari þýðingu en nokkur önnur atvinnugrein,
og að sama skapi verða þeir ókostir, sem hún hefur,
þýðingarmeiri.
En hvernig fer þá kaupfjelagsskapurinn að? Hann
gjörir kaupmennina, sem slíka, óþarfa, og um leið allra
þeirra samkeppni. Hann leiðir verzlunina á bekk með
öðrum velferðarmálum og kemur henni innundir al-
mennt skipulag; hann verndar einstaklinginn fyrir ofur-
valdi og hnefarjetti þeirra, sem mega sín meira og
styður hann til þess, að geta skipt vöru fyrir vöru á
beinasta, eðlilegasta og þessvegna kostnaðarminnsta hátt.
Hann miðar til þess, að nema burtu óþarfa millileið
milli framleiðanda og neytanda, og um leið styttir hann
bilið millum þeirra, svo að þeir eigi hægra með að
þekkja hvor til annars. Að því skapi sem hann nemur
burt verzlunarkeppnina, eyðir hann og þeirri siðspill-
ingu, sem hún hefur í för með sjer.
Að líkindum koma einhverjir með þá mótbáru, að
þá er verzlunarkeppnin sje horfin, þá sje um leið horfin
sú hin mikla hvöt, sem kaupmenn hafa, vegna eigin
hagsmuna sinna, til þess að gjöra sig sem hæfasta fyrir
stöðu sína og til þess að stunda liana af alúð og kostgæfni.
— En að því er snertir oss íslendinga, og fyrir þá
reynslu, sem vjer höfum, þá er ekki við mikið að jafn-
ast í þessu tilliti, þar sem kaupmenn vorir eru. Mennt-
aðir menn eru þeir víst tæplega, til jafnaðar, að sama
skapi og þörf og kringumstæður eru til, sízt af öllu,