Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 32
28
að búa, þótt þeir mundu vel við una, ef hagur þeirra
hefði áður verið slíkur eða iakari. Sami hagur, er mönn-
um þykir þungbær, hafi þeir áður átt betri kjörum að
fagna, þykir þeim góður og blómlegur, ef hann hefur
áður verið verri. Fyrir því getur það verið, að menn
tali um eymd og apturför á einum tíma, en um framför
og góðan hag á öðrum tíma, þótt menn eigi við líkan
hag að búa á báðum þessum tímum. Þetta fer eptir
því, hversu hagur manna hefur verið á næsta tímabili
á undan. Það er því skiljanlegt þótt mikið væri talað
um eymd og apturför á 17. öld, fyrir því að bagur
manna hafði verið betri áður, svo sem og hitt er skiljan-
legt, að mikið er talað um framfarir nú, og jafnvel góð-
an hag landsmanna, af því að fátæktin og vesaldómurinn
var enn meiri á næsta tímabili á undan, og það er alls
eigi víst, að þetta sje vottur þess, að efnahagur manna
sje betri nú en á 17. öld. Eymdaróðurinn á fyrra hluta
17. aldar sannar eigi, að landsmenn hafi þá búið við fá-
tækt og volæði, heldur hitt, að hag þeirra hafi verið að
hnigna; þá hefur skort margt, er þeir gátu veitt sjer
áður, og þeir hafa fuudið sárt til þess, enda eru
harmatölur manna á þeim tímum mest þess efnis, hversu
öllu sje að hnigna. Stundum er að vísu getið um hung-
ursneyð á fyrra hluta 17. aldar, þótt hvorki væri það
svo títt, eða svo mikil brögð að því, sem á síðara hluta
aldarinnar og einkum á 18. öld. Þá er mannfellir var
á fyrra hluta 17. aldar, var það mestmegnis farandlýð-
ur eða flökkufólk, sem fjell. Þá var eigi siður að skipa
þurfamönnum á fastar heimilisvistir, heldur voru þeir
látnir flakka, er eigi gátu unnið fyrir sjer. Hver bóndi
var skyldur til að hýsa slíka þurfamenn eina eða tvær
nætur eða nokkru lengur; fór það eptir efnum hans.
Þá er harðnaði í ári, varð þurfalýður þessi mjög fjöl-