Búnaðarrit - 01.01.1893, Qupperneq 143
139
að sleikja við og við. Þetta er bæði út af fyrir sig
KOtt og hentugt til viðurhalds heilsu þeirra og örfunar
meltingar, og kemur líka nokkuð í veg fyrir slæmar af-
leiðingar af því, er menn þurfa að gefa þeim myglað,
hrakið eða skemmt hey. Sjá skal jafnframt, þessu um
það, að lömbin eða skepnurnar hafi nægilegt að drekka.
7. Blöðrötarseyði, og þó einkum dupt af henni, sem
dýralæknar optsinnis ráðleggja, Entsian (Gentiana, Maríu-
vöndur) seyði eða dupt, seyði af vaUhumli og rjúpnalaufi
að helmingi til samans, sömuleiðis seyði af murum, hör-
llöðku (marhálmur nefnd ranglega sumstaðar), sem og
jafnvel af götulrá eða græðisúru, maríustalck og Ijöns-
löpp, kornsúru, mjaðurt, fjalldœlu og m. fl., eru án efa
flest ágæt lyf í þessari títtnefndu sýki, og þá ekki sízt
er hún gengur á vorin eða á grönnu fje og engu eíður
á störyripum, og er þá einkar hentugt, til að efla verk-
anir jurta þessara við sýki þeirri, er hjer er um að
ræða, að blanda nokkrum dropum af opíum1 saman við
seyði af þeim. Seyði2 þessi verða að gefast inn, þetta
þrisvar og fjórum sinnum á dag, skepnum þeim sem veikar
eru, og þá sjaldnar er skána fer, eða lengra frá líður.
Enn fremur skal geta þess, að jafnframt því að gefa inn
jurtaseyði þessi, tíðkast að setja hinum veiku skepnum
stólpípu, af þeim líka ýmist blönduðum volgu eða köldu
vatni, eða þá almenna stólpipu með volgu vatni og
') Opíum í dropum or sjálft ágætis lyf í öllum niðurgangi skepna.
Sauðfje 4—5 dr. og stðrgripum (kúm) 10—12 dr., en pað er all-
dýrt.
-) Jeg tek það fram eitt sinn fyrir allt, að jurtaseyði eru þannig
rjett til búin, að jurtirnar smáskornar eru settar í vatn og það siðan
í luktum katli soðið niður til þriðjunga eða meira. — Jurta-te er ekki
soðið, en sjððandi vatni er hellt á jurtirnar, og það svo látið litla stund
standa við hita. Um einn hneii og stundum meir af jurtunum móti
1 potti vatns.