Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 73
69
stöðum, hafa eigi annan gjaldeyri en vörur, sem selja
þarf erlendis, og fyrir þessar vörur, eða verð þeirra,
þurfa þeir að mestu eða öllu leyti að fá aðfluttar vörur.
Væri nú þetta tvennt: vöru útvegun og vörusala, vand-
lega aðskilið, yrði úr því allmikill tvíverknaður og að
iíkindum óþarfur flækingur á peningum út úr landinu
og inn. Jeg hygg því, að um það verði ekki skipt.
En með þeirri aðferð, sem kaupfjelög vor hafa í
þessu efni, er loku skotið fyrir það, að sú aðalregla geti
gilt, sem kaupfjel. i Danmörku, og að líkindum á Eng-
landi, hafa, að láta vörurnar af hendi við fjelagsmenn
einungis gegn peningum út í hönd. Hjer er þessu hag-
að á annan veg. Hver fjelagsmaður pantar þær vörur
fyrir fram, er hann þarfnast og fjelagið annars vill út-
vega, og jafnframt setur hann tryggingu fyrir því, að
hann borgi hina pöntuðu vöru á tilteknum tíma, en sá
tími er ekki einmitt þá, er honum er afhent varan,
heldur að öllum jafnaði þegar vörur hans eru komnar í
verð, samkvæmt því sem áður er sagt. Peninga fyrir
vörur sínar, sem hann lætur selja á sína ábyrgð erlendis,
getur hann því ekki samsumars haft til vöru-innlausnar
hjer, svo að hönd selji hendi, nema því að eins, að hann
fái þá fyrir fram (= taki þá til láns um tíma). Aptur
á móti ætti það að vera auðvelt og nauðsynlegt, þá er
mönnum vex fiskur um hrygg, að skylda livern þann,
sem pantar vörur, og vill fá þær í „sumarkauptíð11, að
leggja fram tiltekna upphæð af verði þeirra fyrir fram,
t. d. */3, og svo jafnframt og þær værn afhentar að
sumrinu, jafngildi liins lilutans í vörum (t. d. fisk og ull).
Sú aðferð getur orðið nokkurn veginn eins tryggileg og
hin, að borga í peningum „út i hönd“, og hún hefur það
fram yfir, að hún á langtum skemmra í land til að