Búnaðarrit - 01.01.1893, Qupperneq 54
50
þar þrír atvinnuvegir, sem áður eða í öndverðu var
einungis einn. Sá fyrsti, að lána höfuðstól eða starfsfje,
annar, að flytja vörur, og þriðji að „kaupslagaV
Þeir, sem lána starfsfje, taka sína ákveðnu vöxtu, þeir
sem flytja vöru, fá umsamið flutningsgjald, en þeir, sem
kaupslaga, fá afgang ágóðans; þeir fá mismun þann,
sem fæst á innkaupsverði og útsöluverði, að frádregnum
útborguðum kostnaði, og það er þeirra skaði, ef mis-
munur sá nemur ekki þessum kostnaði. Þeir einir hafa
ágóðann af því að kaupa sem ódýrast og selja sem
dýrast, að kringumstæður leyfa og þeim er unnt með
venjulegum meðulum. Það eru þeirra áhættulaun.
Nú getur sá, er kaupslagar, ýmist gjört það sjálfur
eða falið það öðrum og goldið ákveðin laun fyrir. All-
ir, sem kaupa og selja mikið og víða, hljóta að fela
öðrum meira eða minna af framkvæmdinni. En þegar
þeir bera ábyrgðina og kostnaðinn og sömuleiðis mis-
muninn á söluverði og innkaupi, þá er kaupskapurinn
og gróðinn af konum þeirra. Þeir, sem kaupslaga, hafa
því að jafnaði aðstoðarmenn (assistenta), erindsreka
(agenta), umboðsmenn (commissionera) eða framkvæmd-
arstjóra (factora). Sumir hafa allar tegundir af þessum
undirtyllum, sumir minna. Oss hættir nú mjög opt
við, að villast á þessum undirtyllum og kinum eigin-
legu kaupmönnum, t. d. á faktorum kaupmanna og um-
boðsmönnum kaupfjelaga. En það er nauðsynlegt að
J) Jeg vona að lesendurnir skilji mig ekki svo, sem þessi að-
greining i verzluninni sje gagngjörð hvervetna. Vitanlega eru þeir
margir, er flytja á eigin skipum vörur sínar, og ílestir kaupmeun
munu eiga meira eða minna af starfsfje því, er þeir nota. En að-
greining þessi er engu að síður, og stefnan er sú, að hún aukiBt
meir og meir.