Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 69
65
lega koraið fram í störfum þeirra. Þau Ieitast við að
ná góðum vörum með sem minnstu verði á þann hátt
að nema burtu kaupmenuskuna, að því leyti sem þau
ná til. Þessum tilgangi þeirra er ekki fullnægt algjör-
lega fyr en þau ná flestum nauðsynjum fjelaga sinna
beina leið frá þeim, sem framleiða þær, og án þess nokkr-
ir þeirra, sem riðnir eru við þeunan milliflutning, stingi
í sinn vasa öðru en ákveðnum flutnings, og verkalaun-
um. Og þetta er vel hugsanlegt, ef kaupfjelögin hjer
kæmust í náið samband við kaupfjelög í Englandi,
Danmörku og víðar, þar sem þau kunna að rísa upp.
Frá erlendum kaupfjelögum hefur lítið eitt verið
sagt í blöðum vorum; lilýt jeg rúmsins vegna að skýr-
skota til þess. f „Heimskringlu" I. árg. no. 34. er
lýst kaupfjelögum í Ameríku, sem þá (1887) eru fremur
fágæt þar. Tilganginum er lýst með þessum orðum:
„Það eru þessir milligöngumenu, stórkaupmaðurinn og
agentarnir, er fjelagið skoðar jafn þarflega í verzlaninni
og þyrnar eru í hveitiakri bóndans. Þeir eru í augum
þess ekkert annað en tálmandi agnúar á akbraut verzl-
unarinnar“. — í „Þjóðólfi“ liefur verið skýrt frá dönsk-
um kaupfjelögum, og kemur þar fram hinn sami til-
gangur, sá, að nema burtu óþarfa milliliði í verzl-
uninni1.
Þótt jeg að framan hafl sjerstaklega skýrt frá til-
drögum og tilgangi Kaupfjelags Þingeyinga, er það
ekki fyrir þá sök, að jeg álíti það fjelag hafa náð til-
’) í 42. fii'gaugi Þjóðölfa (1890) 4. og 7. bl. er útdráttur úr
ritgjörð, sem stondur í „Studenteraamf. Smaaskriftir“ no. 45. —36.
(1887) eptir Paul Sveistrup. í 27. blaði sama úrgangs er og greiu
þýdd úr „Tilskueren11. Báðar pessar ritgjörðir eru þess verðar, að
veita þeim eptirtekt, of menn hafa ekki völ á enn betri upplýsingum
um bin dönsku kaupfjelög.
BúnaBarrit VII.
5