Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 34
30
ing. Þó verður þessi vöxtur minni, ef miðað er við
fólksfjöldann, þ. e. að eigi liefir sú tala sauðfjár vaxið
að sama skapi, er kemur á hvert hundrað mauna, því að
1703 er fólksfjöldinn talinn að eins 50400. Hins vegar
hefir nautgripum fækkað meir en um þriðjung, og þó
verður sú fækkun enn meiri, ef miðað er við fólksfjöld-
ann þá og nú. En við þetta allt bætist það, að telja
má víst, að kvikfjenaðarfjöldinn hafi verið miklu minni
um 1703 en hann var bæði nokkru fyr og nokkru síðar,
einkum sauðfjárfjöldinn. Um aldamótin 1700 voru ein-
hver hin mestu harðindi, fellir og hallæri, er nokkru
sinni hefir verið hjer á landi („aldamótaliarðindinu).
Má geta nærri, að enginn samjöfnuður hefir verið á
sauðfjárfjölda landsins 1703, um það leyti sem liarð-
indin enduðu, og fyrir 1688, þá er harðindin liófust, og
allur kvikfjenaður hlýtur að hafa fækkað stórum. Það
er að líkindum eigi ofmikið í lagt, þótt gert sje ráð fyrir
að sauðfje hafi fækkað um þriðjung eða jafnvel helming
í þeim hinum ógurlegu harðindum og fellisárum, er
gengið höfðu fyrir 1703. Sýnir þetta, svo sem margt
fleira, að landsmenn höfðu eigi lítinn kvikfjenað á 17.
öld. í raun rjettri verður ekkert dæmt um kvikfjáreign
landsmauna á síðari hluta 17. aldar og fyrra hluta
18. aldur eptir framtalinu 1703.1 Alla 18. öldina hnign-
ar hag landsmanna stórum, og þó er sauðfje landsins
1760 talið 357000. Um þessar mundir höfðu gengið
Það má telja víst, að menn hafi kunnað að telja rangt fram
á þefisum tímum svo sem nú, en mjer er þó næst að ætla, að eigi
hafi verið talið jafn rangt fram þá sem nú. Ráðvendnin er eigi
miklu meiri nú en þá, og menn eru litlu fúsari nú að gjalda af fje
BÍnu til almennra þarfa en þá, og höfðu landsmenn þó engin um-
ráð yfir slíku fje sjálfir í þá daga. Ráðvendni og þjóðrækni eru dygðir,
sem eigi hafa vaxið stórum, nema á vörum framfaramannanna.