Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 38
34
sem gjöldin, ef efnahagurinn á eigi að versna* 1. Þess
verður og að gæta, að þótt búin kunni að vera nokkru
stærri nú en á 17. öld, þá var á liverju efnaheimili
miklu meira af verðmætum hlutum en nú er, svo sem
kvensilfri og borðbúnaði. Skemmuloptin voru full af
fiski. Smjörbelgirnir lágu í stórum röðum o. s. frv2.
Þá vor engir sparisjóðir til í landinu, og menn lögðu
eigi peninga á vöxtu, enda liefur fyrri mönnum verið
brugðið um það, að þeir hafi legið á fje sínu sem „orm-
ar á gulliu. E>að væri rangt að bregða nútíðarmönnum
slíku. Á efnaheimilum nú á tímum er svo sem ekkert
til af verðmætum hlutum, nema það er nauðsynlega þarf
til búsins. Væri það fje nú, er áður lá arðlaust í kven-
silfri, borðbúnaði o. s. frv., komið í sparisjóði, þá væru
það góð umskipti. Nú eiga fáir peninga á vöxtum, þótt
efnamenn sje kallaðir, en hitt er miklu tíðara, að stór-
bændur eru í stórskuldum. Það er auðsætt, að betra
er að eiga fje í verðmætum hlutum, þótt eigi sje það á
’) Ura þetta ofni vil eg visa til ritgerðar minnar: „Um efna-
haginn og landbúnaðinn á íslandi1', i 2. árg. búnaðarritBÍns.
2) Það má sjá af gömlum eignaskrám dánarbúa („uppskriptum11),
að á efnaheimilum var opt allmikið fje til i borðbúnaði og kven-
silfri. Það þurfti cigi að vera neitt ríkisheimili þótt þar væri til
svo scm 8Ö rikisdala virði í slíkum munum — eða 20 bundr. á
laudsvisu. — Á 18. öld var og allmikið til af Blíku, einkum á fyrra
kluta hennar. Eg skal nefna eitt dæmi, er tekið er „af bandahófi11.
1 virðingargerð 1748 á dánarbúi prófastsekkjunnar Ragnheiðar
Gísladóttur í Svignasksrði, — sú virðingargerð er eptir Vigfus próf.
Jónsson i Hítardal. Prófastar voru þá skiptaráðendur í búum and-
legrar stjettar manna, — er kvensilfur hennar virt á 97 rd. 3 mk.,
og 8 sk. (í spesínmynt), þ. e. 24 hundr. og 47 áln. á landsvísu, og
mundi það vera rneira en 2000 kr. eptir verðlagi nú á timum. Þessi
kona var þó eigi talin auðug, en vel efnuð. (Handr. landsbóka-
safnsins, Nr. 607 4to).