Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 163
159
og ær líka fá, og sem, hvað sem sóttnæmi hennar líður,
er álitin arfgeng. En um slíka bólusetning lijer er
raunar alls ekki að tala fyr en við fáum dýralækna,
er geti staðið fyrir henni, bæði hvað útvegun efnisins
snertir, sem vandi er við að eiga, og svo aðferðina við
hana með fleiru, sem þar að lýtur.
III. Doðasótt, doði
eða
inag-nleysissótt í nautgripum (lakasótt, gallsóttí).
Nafnið bendir til, hver og hvílík veiki þessi er, sem,
eins og alkunnugt er, einkum grípur kýr rjett eptir burð
þeirra, og verður mörgum góðum grip að fjörtjóni. Þó
veiki þessi sjo kunn, bæði að all-fornu og nýju hjá oss,
þá má þó líta svo á, sem hún sje meir ný en gömul í
myndum þeim, sem hún kemur fram í á síðari tímum,
og þó merkilegt sje, sýnist hún að liafa orðið tíðari en
áður á þessum mannsaldri siðasta, er þó öllu betri með-
ferð, hirðing og viðurgjörningur hefur verið sýndur
mjólkurkúm vorum. Annars má merkja, að áraskipti eru
nokkur með doðann, þó nægar upplýsingar og rannsókn-
ir vanti hjá oss um það.
Það lítið, sem ritað hefur verið um doðann, bæði
síðast á fyrri öld og svo þessari, hef jeg þó þvi ver fæst
hún tekur sig upp árlega í ýmsum hjeruðum, „Iandkveikjusýki“
(cuzootisk), og tekur pá margar skepnur í einu, og er hún að öllu
miklu verri sýki en lungnasóttin. — Ráð við henni eru aðeius
hjer um hil þau sömu, sem við hinum; af lyfjakynjuðum efnum er
í þeim öllum helzt að vænta verulegra bata áhrifa af saltpjetri
(Nitrum), Chína-lyfjum svo og brennisteini (sulphur), jodi, og voru
sjálfrunna hákarlslýsi, og má með þeim bæta skepnunum svo að
eitthvert visst augnamið náist með þær: þær beri, hafnist, svo að
nýtilegar sjeu til frálags og svo írv.