Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 182
178
undinni, sökum þess að taugar þær, sem liggja til lungn-
anna, eru enn eigi sundurskornar, svo að lungun sjeu
hætt starfsemi sinni.
Þvílíkt hugsunarleysi. Og láta börn heyra og sjá
annað eins.
Fáir ganga samt eins langt í heimskunni eins og
karlinn, sem hrósaði sjer af því, að hann skæri hrossin
sín; því að hann „kynni ekki við að tvídrepa þau, skjóta
þau fyrst og skera svo“. En hugsunarleysið er ótrú-
lega mikið. T. d. minnist jeg þess, að einu sinni var
jeg í sláturvinnu á Seyðisfirði og hjeit jeg fótum. Þeg-
ar búið var að skera fyrstu kindina, ætlaði skurðarmað-
ur að taka aðra kind, án þess að brýna hnífinn. Jeg
sagði honum að brýna, en hann svaraði digurmannlega:
„Jeg hefi það æfinlega fyrir reglu, að skera 5 kindur í
brýnunni“. Jeg sagði þá manninum, að jeg heimtaði
annan samverkamann, eða gengi frá vinnunni, nema jeg
fengi að brýna hnífinn áður en hver kind væri tekin.
Hann neyddist þá til að láta undan þessu, en auðsætt
virtist, að hann áleit skepnuna ekki hafa meiri tilfinn-
ingu en torfuna sem rist er.
Að skera skepnur með bitlausum hnífum með ó-
hreinni egg er djöfulleg aðferð. Jeg gleymi því aldrei
að þegar jeg var á 14. árinu kom jeg á Húsavík, þegar
fjártaka stóð yfir. Mjer varð gengið um blóðvöllinu og
i því var svört ær lögð niður við trogið og í dilkinn
hennar var haldið við hinn enda trogsins og hann lát-
inn horfa á. Jeg get ekki lýst því, hve voðalega illa
tókst að drepa ána, hnífurinn beit svo illa, að lítið vannst
á þó sargað væri af öllum kröptum; ærin veinaði og
dilkurinn tók undir við hana. — Þann dag í dag hefi
jeg ekkert verk sjeð framið, sem eptir tilfinningu minni
hefur verið jafn illt og þetta.