Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 18
14
á klakanum. — Því var rgeftf) á gaddu. Ef eigi viðraði
mjög illa, var kúm beitt út snemma að vorinu. Síðbær-
ar kýr voru látnar ganga úti lengi fram eptir, ogjafn-
vel fram á vetur ef vel viðraði, og þess voru jafnvel
dæmi að kúm var beitt á vetrum, ef langvinnar hlákur
og blíðviðri gengu. Jón Espólín segir um veturinn 1797:
„Veturinn var blídr ok med hlákum, svo at kýr gengu
víða úti1. Þetta er þó að líkindum nokkuð orðum auk-
ið, því ávallt munu þeir hafa verið fáir, er hjeldu kúm
til beitar á vetrum, þótt veðrátta væri hlý og hag-
stæð.
Það er auðsætt af sögunum, að í fornöld hefur
öllum kvikfjenaði verið ætlað hús og hey, þótt sauðfje
væri einnig haldið rækilega til beitar á vetrum. Það
er svo opt talað um sauðahús í sögunum og heytóttir
við þau, að það er bert, að sauðum hefur að öllum
jafnaði verið ætlað hús og hey eigi síður en lömbum.
Meðferð á hestum sýnist hafa verið allgóð, og betri en
nú á tímuin. Það má finna þess mörg dæmi, að forn-
menn ljetu sjer annt um hesta sína og stunduðu á að
hafa gott hestakyn. Svo er að sjá sem öllum hestum
liafi verið ætlað hús og hey. Þá er Blund-Ketill hjálp-
aði landsetum sínum um hey í heyleysistíð, þá „lét
hann reka heim fjóra tigu hrossa ok hundrað (þ. e. 160),
ok lét drepa fjóra tigu, þau er verzt voru, enn gaf
landsetum sínum þat fóðr, sem hrossunum var ætlað
áðr.“2) Má af þessu sjá, að hrossunum hefur verið
ætlað fóður. Eigi beitti Ásmundur gamli á Bjargi
neinni harðneskju við hross sín. Hann Ijet Gretti son
sinn standa yflr þeim og halda þeim til beitar, en hýst
voru þau á næturnar og gefið hey, og svo lagði Ás-
a) J. Bap.: Árbækur XI, 8B.
a) Hænaa-Þória saga 5. kap.