Búnaðarrit - 01.01.1893, Síða 28
24
var þá öll i höndum Björgvinarkaupmanna, og liefur án
efa verið mjög ill og óhagstæð. Stór bú vóru þó tíð á
14. öld. Af máldögum kirknanna má sjá, að kirkjurn-
ar áttu mikinn kvikfjenað, 5—6 kýr, þær er voru með-
allagi efnum búnar, fyrir utan annan kvikfjenað, en
margfalt meira þær er auðugar voru. Af þessu má sjá,
að allstór bú munu hafa verið á kirkjustöðunum, því
að eigi hefur kirkjan átt allt búið á staðnum.
Á 15. öldinni voru margir stórauðugir menn hjer
á landi, að því er vjer köllum. Þá er getið um svo stór
bú, að þau hafa líklega aldrei verið slík, nema ef vera
kynni hjá einstökum mönnum á síðara hluta 12. aldar
og fyrra hluta 13. aldar. Þessu til sönnunar má nefna
framtal sjera Gamla Bjarnarsonar, ráðsmanns á Reyni-
stað, í biskupsvísitazíu 1446. Þar segir svo: „Item
stendur svo mikið heima á klaustri sjálfu á Reynistað:
in primis 50 kúa, 30 kálfa, 18 veturgömul naut geld
með griðungum, 10 kvígur veturgamlar, item 14 kvígur
tvævetrar, item 15 naut tvævetur með griðungum, item
2 graðungar þrevetrir, item 60 uxar þrevetrir og eldri
og 7 betur (samtals: 206 nautgripir). — Item: hálft
annað hundrað (o: 180) ásauðar, item handrað vetur-
gamalt fje og 10 betur (o: 130), item 8 hrútar, item
tíu tigir geldinga annars hundraðs (o: 220) (samtals 538
sauðkindur). — Item: þetta eiga Reynistaðir í hrossum
(o: hryssum) og hestum: in primis item: 20 hestar geld-
ir, item 3 graðir, item 19 hross roskin, item 3 hestar
tvævetrir og 2 veturgamlir. — Þá er hálfar eign-
ir Guðmundar Arasonar hins ríka á Reykhólum voru
gerðar upptækar undir konung 1443, voru auk annars
kvikfjenaðar reknir frá Reykhólum 208 nautgripir. Þá
er síra Sigmundur Steindórsson rændi síra Jón Brodda-
son á Miklabæ, voru reknir þaðan auk annars kvik-